Sjókajaknámskeið FAS

05.maí.2021

Í apríl fóru fram tvö kajaknámskeið í fjallamennskunáminu. Þar fá nemendur örstutta hvíld frá fjöllunum og upplifa útivist sem er mjög frábrugðin klifri, jöklaferðum og skíðamennsku. Kajaknámskeiðið er frábær viðbót inn í flóru fjallamennskunámsins en þar opnast fyrir nemendum nýjar dyr innan útivistargeirans á Íslandi.  Kennarar námskeiðsins voru Magnús Sigurjónsson, Sigfús Sigfússon, Michael Walker og Erla Guðný Helgadóttir.

Í þessum áfanga byrjuðum við inni í skólastofu fyrir hádegi þar sem farið var yfir sjávarfallafræði, lesið í sjókort, leiðaval á sjó, alls kyns bjarganir og þann helsta búnað sem kayakleiðsögumenn þurfa að hafa með í för. Einnig var farið yfir kajakferðir og leiðsögn á jökullónum, þær hættur sem leynast þar og öryggisatriði.

Annar dagurinn fór í skipulag leiðangurs á kajak en þar þarf að huga að ýmsum þáttum sem nemendur voru margir að kynnast í fyrsta skipti. Hafstraumar og sjávarföll eru hugtök og fræði sem þarf að læra á til þess að skipuleggja góðan leiðangur á kajak. Nemendur fengu þó að sjálfsögðu einnig að spreyta sig á tækni og var haldið út á sjó. Þar fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast hafstraumum, læra ýmsa róðratækni, æfa félagabjarganir, leiðsögutækni og leiðaval svo eitthvað sé nefnt.

Á fjórða og síðasta degi námskeiðsins æfðu nemendur leiðaval, að leiða hóp og einnig fékkst þar tækifæri til þess að æfa enn betur þá tækni sem kynnt var dagana áður. Þau fengu einnig að prófa svokallaða sit on top báta og æfðu félagabjörgun á þeim. Hópur tvö fékk tækifæri til þess að prófa kajakveltuna í sundlauginni á Höfn en það var ekki möguleiki fyrir fyrri hópinn.

Veðrið hjá báðum hópum var með ýmsu móti en að mestu gott þó að stundum hafi blásið hressilega. Kennarahópurinn var hæstánægður með frammistöðu nemenda og vonast til þess að þau geti nýtt sér öll þau tæki og tól sem þau öðluðust á námskeiðinu í náinni framtíð. Nú ættu nemendur að vera tilbúnir í næsta kajakævintýri!

[modula id=“12717″]

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...