Axel Elí gefur út smáskífu

15.apr.2021

Við í FAS erum stolt að segja frá því að nemandi okkar, Axel Elí Friðriksson, gaf út sína fyrstu smáskífu nú í vikunni sem ber heitið „Glas af viskí“. Axel Elí vinnur undir listamannsnafninu „Seli“.

Plötuna má finna á Spotify. Platan var að hluta til tekin upp og hljóðblönduð í Stúdíói FAS (stofu 205). Annar nemandi, Karen Ása Benediktsdóttir, syngur líka á plötunni og Skrýmir listgreinakennari í FAS sá um hljóðjöfnun í lögunum.

Axel hefur áður gefið út tónlistarmyndbönd og er eitt nýtt á leiðinni bráðlega. Við óskum Axel innilega til hamingju með útgáfuna. Hægt er að hlutsta á lagið á þessari slóð: Spotify – Web Player: Music for everyone

Aðrar fréttir

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...

Öskudagsþema í FAS

Öskudagsþema í FAS

Eins og flestir vita er öskudagur í dag. Öskudagur er fyrsti dagur í lönguföstu og segir okkur um leið að nú séu 7 vikur til páska. Langafasta er sérstaklega mikilvæg í kaþólska kirkjuárinu og á að vera tími íhugunar og góðrar breytni. Lengi var það sérstakur siður á...