Axel Elí gefur út smáskífu

15.apr.2021

Við í FAS erum stolt að segja frá því að nemandi okkar, Axel Elí Friðriksson, gaf út sína fyrstu smáskífu nú í vikunni sem ber heitið „Glas af viskí“. Axel Elí vinnur undir listamannsnafninu „Seli“.

Plötuna má finna á Spotify. Platan var að hluta til tekin upp og hljóðblönduð í Stúdíói FAS (stofu 205). Annar nemandi, Karen Ása Benediktsdóttir, syngur líka á plötunni og Skrýmir listgreinakennari í FAS sá um hljóðjöfnun í lögunum.

Axel hefur áður gefið út tónlistarmyndbönd og er eitt nýtt á leiðinni bráðlega. Við óskum Axel innilega til hamingju með útgáfuna. Hægt er að hlutsta á lagið á þessari slóð: Spotify – Web Player: Music for everyone

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...