Úrslit í veggspjaldsamkeppni

20.apr.2021

Eins og við sögðum frá í síðustu viku hefðu 10 nemendur átt að vera í Noregi í síðustu viku. Þó engin væru ferðalögin var tæknin notuð til að vinna saman. Í hópavinnu voru tveir nemendur frá hverju landi og saman átti að vinna að veggspjaldi þar sem unnið var með heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu.
Auk skólanna þriggja í Finnlandi, Noregi og Íslandi eru jarðvangar í nágrenni skólanna samstarfsaðilar. Trollfjell jarðvangurinn í Noregi ákvað að efna til samkeppni um besta veggspjaldið þar sem m.a. eftirfarandi var til grundvallar; skýr og innihaldsríkur texti, góð litasamsetning og myndir við hæfi. Vinnan við veggspjöldin gekk mjög vel og síðasta daginn kynntu hóparnir afrakstur vinnunnar.
Í gær var svo tilkynnt hvaða veggspjald hefði borið sigur úr býtum og það var veggspjald frá hópi 3 en þar voru Harpa Sigríður og Karen Ása fulltrúar Íslands. Veggspjaldið verður sent til EGN (European Geoparks Network) sem er dreift til allra jarðvanga í Evrópu. Nánari upplýsingar um vinningsveggspjaldið má sjá hér. Öll veggspjöldin er að finna á síðu verkefnisins undir „Spring 2021 – Goal 12“
Öll fimm veggspjöldin sem voru unnin í síðustu viku verða hengd upp í FAS.

Aðrar fréttir

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...

Öskudagsþema í FAS

Öskudagsþema í FAS

Eins og flestir vita er öskudagur í dag. Öskudagur er fyrsti dagur í lönguföstu og segir okkur um leið að nú séu 7 vikur til páska. Langafasta er sérstaklega mikilvæg í kaþólska kirkjuárinu og á að vera tími íhugunar og góðrar breytni. Lengi var það sérstakur siður á...