Úrslit í veggspjaldsamkeppni

20.apr.2021

Eins og við sögðum frá í síðustu viku hefðu 10 nemendur átt að vera í Noregi í síðustu viku. Þó engin væru ferðalögin var tæknin notuð til að vinna saman. Í hópavinnu voru tveir nemendur frá hverju landi og saman átti að vinna að veggspjaldi þar sem unnið var með heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu.
Auk skólanna þriggja í Finnlandi, Noregi og Íslandi eru jarðvangar í nágrenni skólanna samstarfsaðilar. Trollfjell jarðvangurinn í Noregi ákvað að efna til samkeppni um besta veggspjaldið þar sem m.a. eftirfarandi var til grundvallar; skýr og innihaldsríkur texti, góð litasamsetning og myndir við hæfi. Vinnan við veggspjöldin gekk mjög vel og síðasta daginn kynntu hóparnir afrakstur vinnunnar.
Í gær var svo tilkynnt hvaða veggspjald hefði borið sigur úr býtum og það var veggspjald frá hópi 3 en þar voru Harpa Sigríður og Karen Ása fulltrúar Íslands. Veggspjaldið verður sent til EGN (European Geoparks Network) sem er dreift til allra jarðvanga í Evrópu. Nánari upplýsingar um vinningsveggspjaldið má sjá hér. Öll veggspjöldin er að finna á síðu verkefnisins undir „Spring 2021 – Goal 12“
Öll fimm veggspjöldin sem voru unnin í síðustu viku verða hengd upp í FAS.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...