Góðir gestir í FAS

19.mar.2021

Í dag komu til okkar góðir gestir og því var tvöfalt uppbrot hjá okkur í FAS. Það var annars vegar Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur sem kom ræddi við hópinn um hvaðeina er viðkemur samskiptum og kynlífi.
Hins vegar komu gestir frá Hugarafli en það eru félagasamtök um geðheilbrigðismál þar sem áhersla er lögð á að einstaklingurinn sé stjórnandinn í eigin lífi. Þar var fyrst og fremst miðlað af reynslu en einnig hvar hægt er að leita aðstoðar.

Vel tókst til og bæði nemendur og gestir voru sáttir með daginn.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...