Breytt skólahald í FAS

24.mar.2021

Á miðnætti taka gildi nýjar sóttvarnarreglur sem fela það í sér að ekkert staðnám verður næstu tvo daga, þ.e. fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars sem er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí.
Eftirfarandi gildir:
– Tekin verður upp fjarkennsla þar sem því verður við komið.
– Núverandi stundatafla gildir þessa tvo daga.
– Nánari útfærsla á námi og kennslu er í höndum hvers kennara og munu kennarar senda upplýsingar um fyrirkomulag til sinna hópa.

Nauðsynlegt er að allir nemendur fylgist vel með vef skólans, tölvupósti, Námsvef og Teams.  Eins og áður er mikilvægt að allir fylgi settum sóttvarnarreglum svo við komumst í skólann eftir páska.

Við vitum að það er krefjandi að vera komin aftur í þessar aðstæður en við vonum að þetta gangi fljótt yfir.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...