Breytt skólahald í FAS

24.mar.2021

Á miðnætti taka gildi nýjar sóttvarnarreglur sem fela það í sér að ekkert staðnám verður næstu tvo daga, þ.e. fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars sem er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí.
Eftirfarandi gildir:
– Tekin verður upp fjarkennsla þar sem því verður við komið.
– Núverandi stundatafla gildir þessa tvo daga.
– Nánari útfærsla á námi og kennslu er í höndum hvers kennara og munu kennarar senda upplýsingar um fyrirkomulag til sinna hópa.

Nauðsynlegt er að allir nemendur fylgist vel með vef skólans, tölvupósti, Námsvef og Teams.  Eins og áður er mikilvægt að allir fylgi settum sóttvarnarreglum svo við komumst í skólann eftir páska.

Við vitum að það er krefjandi að vera komin aftur í þessar aðstæður en við vonum að þetta gangi fljótt yfir.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...