Breytt skólahald í FAS

24.mar.2021

Á miðnætti taka gildi nýjar sóttvarnarreglur sem fela það í sér að ekkert staðnám verður næstu tvo daga, þ.e. fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars sem er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí.
Eftirfarandi gildir:
– Tekin verður upp fjarkennsla þar sem því verður við komið.
– Núverandi stundatafla gildir þessa tvo daga.
– Nánari útfærsla á námi og kennslu er í höndum hvers kennara og munu kennarar senda upplýsingar um fyrirkomulag til sinna hópa.

Nauðsynlegt er að allir nemendur fylgist vel með vef skólans, tölvupósti, Námsvef og Teams.  Eins og áður er mikilvægt að allir fylgi settum sóttvarnarreglum svo við komumst í skólann eftir páska.

Við vitum að það er krefjandi að vera komin aftur í þessar aðstæður en við vonum að þetta gangi fljótt yfir.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...