Álftatalningar í Lóni

18.mar.2021

Nemendur í auðlinda- og umhverfisfræði fór í vettvangsferð í Lón í gær og var aðaltilgangurin að telja álftir við Lónsfjörð. Með í för voru þau Björn Gísli frá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Kristín frá Náttúrustofunni. Á leiðinni austur var komið við á urðunarstað sveitarfélagsins í Lóni. Þar tók á móti hópnum Anna Ragnarsdóttir Pederson umhverfisfulltrúi hjá sveitarfélaginu. Hún sagði hópnum frá urðunarmálum og hvernig ganga þarf frá rusli þegar það er urðað. Einnig mikilvægi þess að allir vandi vel flokkun á rusli til að sem minnst þurfi að fara á urðunarstaðinn.

Því næst var ferðinni heitið að fjörunni neðan við Hvalnes en þar er fyrsti talningarstaður í álftatalningum. Þar voru nú engar álftir en nokkuð var af æðarfugli á lóninu. Á næsta talningarstað sem er við útsýnispallinn yfir fjörðinn var heldur engar álftir að sjá. Þaðan var svo gengið í áttina að Vík og allt rusl tínt. Mest er af alls kyns plastrusli en einnig drasl sem er greinilega hent út úr bílum. Það er ótrúlegt að fólk sem á leið hjá skuli henda drykkjarumbúðum út um gluggann og þá vöktu tvær notaðar barnableyjur ekki síður athygli hópsins.

Það var ekki fyrr en komið var á síðasta talningarstaðinn að álftir sáust og voru taldir þar 310 fuglar. Í síðustu viku var þar svipaður fjöldi fugla. Ferðin í gær gekk ljómandi vel og ekki spillti gott veður fyrir.

[modula id=“12577″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...