Álftatalningar í Lóni

18.mar.2021

Nemendur í auðlinda- og umhverfisfræði fór í vettvangsferð í Lón í gær og var aðaltilgangurin að telja álftir við Lónsfjörð. Með í för voru þau Björn Gísli frá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Kristín frá Náttúrustofunni. Á leiðinni austur var komið við á urðunarstað sveitarfélagsins í Lóni. Þar tók á móti hópnum Anna Ragnarsdóttir Pederson umhverfisfulltrúi hjá sveitarfélaginu. Hún sagði hópnum frá urðunarmálum og hvernig ganga þarf frá rusli þegar það er urðað. Einnig mikilvægi þess að allir vandi vel flokkun á rusli til að sem minnst þurfi að fara á urðunarstaðinn.

Því næst var ferðinni heitið að fjörunni neðan við Hvalnes en þar er fyrsti talningarstaður í álftatalningum. Þar voru nú engar álftir en nokkuð var af æðarfugli á lóninu. Á næsta talningarstað sem er við útsýnispallinn yfir fjörðinn var heldur engar álftir að sjá. Þaðan var svo gengið í áttina að Vík og allt rusl tínt. Mest er af alls kyns plastrusli en einnig drasl sem er greinilega hent út úr bílum. Það er ótrúlegt að fólk sem á leið hjá skuli henda drykkjarumbúðum út um gluggann og þá vöktu tvær notaðar barnableyjur ekki síður athygli hópsins.

Það var ekki fyrr en komið var á síðasta talningarstaðinn að álftir sáust og voru taldir þar 310 fuglar. Í síðustu viku var þar svipaður fjöldi fugla. Ferðin í gær gekk ljómandi vel og ekki spillti gott veður fyrir.

[modula id=“12577″]

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...