Nám í hestamennsku í FAS

16.mar.2021

Í dag var undirritaður samningur á milli Hestamannafélagsins Hornfirðings og FAS um aðstöðu í reiðhöllinni við Stekkhól í Nesjum fyrir verknám í hestamennsku. Nám í hestamennsku við FAS hefst í haust með bóklegum áfanga en á vorönn 2022 verða kenndir þrír áfangar, einn bóklegur og tveir verklegir. Gerð er krafa um lágmarksfjölda í náminu svo það fari af stað.

Verklega kennslan verður að mestu í reiðhöllinni við Stekkhól. Námið í hestamennsku er alls 20 einingar og er byggt á námi frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (FMOS).

Hér er um tímamótasamning að ræða því þetta er í fyrsta skipti sem FAS býður upp á formlegt framhaldsskólanám í hestamennsku. Námið getur nýst eitt og sér eða sem hluti af námi á framhaldsskólabraut og einnig sem hluti af námi til stúdentsprófs. Þeir sem hyggja á nám í hestamennsku þurfa að taka alla fjóra áfangana. Þá þurfa nemendur að útvega sér hest og reiðtygi fyrir verklega námið.

Þeir sem hafa áhuga á þessu námi geta sótt um það hér . Bóklegir áfangar verða skipulagðir sem fjarnám en verklegt nám verður kennt í lotum.

Það verður spennandi að sjá viðbrögð við þessari nýjustu viðbót í námsframboði FAS.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...