Nám í hestamennsku í FAS

16.mar.2021

Í dag var undirritaður samningur á milli Hestamannafélagsins Hornfirðings og FAS um aðstöðu í reiðhöllinni við Stekkhól í Nesjum fyrir verknám í hestamennsku. Nám í hestamennsku við FAS hefst í haust með bóklegum áfanga en á vorönn 2022 verða kenndir þrír áfangar, einn bóklegur og tveir verklegir. Gerð er krafa um lágmarksfjölda í náminu svo það fari af stað.

Verklega kennslan verður að mestu í reiðhöllinni við Stekkhól. Námið í hestamennsku er alls 20 einingar og er byggt á námi frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (FMOS).

Hér er um tímamótasamning að ræða því þetta er í fyrsta skipti sem FAS býður upp á formlegt framhaldsskólanám í hestamennsku. Námið getur nýst eitt og sér eða sem hluti af námi á framhaldsskólabraut og einnig sem hluti af námi til stúdentsprófs. Þeir sem hyggja á nám í hestamennsku þurfa að taka alla fjóra áfangana. Þá þurfa nemendur að útvega sér hest og reiðtygi fyrir verklega námið.

Þeir sem hafa áhuga á þessu námi geta sótt um það hér . Bóklegir áfangar verða skipulagðir sem fjarnám en verklegt nám verður kennt í lotum.

Það verður spennandi að sjá viðbrögð við þessari nýjustu viðbót í námsframboði FAS.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...