Einn þeirra áfanga sem er kenndur á haustönninni er Inngangur að náttúruvísindum. Þar er mikil áhersla lögð á að skoða umhverfið, hvað býr í því og tengja við námið.
Síðustu daga hafa nemendur verið að rifja upp líffræði og skoða smæstu einingar lífsins og rifja upp um leið hugtök eins og einfrumungar og fjölfrumungar.
Á mánudag fór hópurinn út til að ná í sýni. Annars vegar var farið í Óslandstjörnina þar sem svokallaður svifháfur var notaður til veiða. Hins vegar var tekið jarðvegssýni og sett upp nokkurs konar gildra til að veiða þau dýr sem þar leynast.
Í gær og í dag hafa nemendur athugað aflann og reynt að greina einstakar tegundir með hjálp greiningarlykla. Það má með sanni segja að mörgum hafi komið á óvart hversu mikið af litlum lífverum er í umhverfi okkar. Fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu FAS.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...