Nám í plastbátasmíði

09.mar.2021

Síðasta vetur var leitað til skólans til að athuga möguleika á námi í plastbátasmíði. Þá var haft samband við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki en þar hefur verið boðið upp á slíkt nám. FNV hefur unnið að því að fá plastbátasmíði sem viðurkennt starfsnám á framhaldsskólastigi og vonir standa til að þetta nám verði fullgilt fljótlega. Þau í FNV tóku erindi okkar í FAS vel og hafa nú skipulagt fyrstu skrefin í náminu. Námið er í heildina um 60 einingar og um helming verður hægt að taka í fjarnámi en verknám fer fram í staðlotum.

Nú hefur verið ákveðið að skrá þátttöku í fyrstu tvo áfangana í plastbátasmíði. Það eru áfangar í öryggis- og efnisfræði plastbátasmíði sem kenndir verða frá FNV.  Kennt verður frá 8. apríl – 3. maí  á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum í fjarnámi í alls níu skipti. Kennsla fer fram 17:30 – 21:30. Þegar nær dregur verða gefnar nánari upplýsingar um fyrirkomulag náms og kennslu. Hægt er að sækja um hér og er umsóknarfrestur er til 18. mars.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga að skoða spennandi möguleika og skrá sig.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...