Nám í plastbátasmíði

09.mar.2021

Síðasta vetur var leitað til skólans til að athuga möguleika á námi í plastbátasmíði. Þá var haft samband við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki en þar hefur verið boðið upp á slíkt nám. FNV hefur unnið að því að fá plastbátasmíði sem viðurkennt starfsnám á framhaldsskólastigi og vonir standa til að þetta nám verði fullgilt fljótlega. Þau í FNV tóku erindi okkar í FAS vel og hafa nú skipulagt fyrstu skrefin í náminu. Námið er í heildina um 60 einingar og um helming verður hægt að taka í fjarnámi en verknám fer fram í staðlotum.

Nú hefur verið ákveðið að skrá þátttöku í fyrstu tvo áfangana í plastbátasmíði. Það eru áfangar í öryggis- og efnisfræði plastbátasmíði sem kenndir verða frá FNV.  Kennt verður frá 8. apríl – 3. maí  á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum í fjarnámi í alls níu skipti. Kennsla fer fram 17:30 – 21:30. Þegar nær dregur verða gefnar nánari upplýsingar um fyrirkomulag náms og kennslu. Hægt er að sækja um hér og er umsóknarfrestur er til 18. mars.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga að skoða spennandi möguleika og skrá sig.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...