Nám í plastbátasmíði

09.mar.2021

Síðasta vetur var leitað til skólans til að athuga möguleika á námi í plastbátasmíði. Þá var haft samband við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki en þar hefur verið boðið upp á slíkt nám. FNV hefur unnið að því að fá plastbátasmíði sem viðurkennt starfsnám á framhaldsskólastigi og vonir standa til að þetta nám verði fullgilt fljótlega. Þau í FNV tóku erindi okkar í FAS vel og hafa nú skipulagt fyrstu skrefin í náminu. Námið er í heildina um 60 einingar og um helming verður hægt að taka í fjarnámi en verknám fer fram í staðlotum.

Nú hefur verið ákveðið að skrá þátttöku í fyrstu tvo áfangana í plastbátasmíði. Það eru áfangar í öryggis- og efnisfræði plastbátasmíði sem kenndir verða frá FNV.  Kennt verður frá 8. apríl – 3. maí  á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum í fjarnámi í alls níu skipti. Kennsla fer fram 17:30 – 21:30. Þegar nær dregur verða gefnar nánari upplýsingar um fyrirkomulag náms og kennslu. Hægt er að sækja um hér og er umsóknarfrestur er til 18. mars.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga að skoða spennandi möguleika og skrá sig.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...