Erasmusstyrkir til starfsþróunar og skiptináms

26.feb.2021

Í FAS er í boði bóklegt nám en það er ekki síður lögð áhersla á starfsnám. Þar má t.d. nefna nám í fjallamennsku og vélstjórn. Þá er einnig hægt að velja nám á lista- og menningarsviði og íþróttasviði. Nemendur geta því sett saman nám sem hentar áhuga og því hvert er stefnt í framtíðinni. Til að hægt sé að halda úti námi sem þessu þarf auðvitað kennara sem búa yfir sérþekkingu. Í litlum skóla eins og FAS er mikilvægt að kennarar hafi möguleika á að sækja námskeið og efla um leið sérþekkingu sína sem á endanum ætti að koma öllum til góða.

FAS hefur lengst af lagt áherslu á erlent samstarf og hefur skólinn markað sér stefnu í erlendum samkiptum.  Skólinn hefur unnið með mörgum löndum í Evrópu og jafnvel oftar en einu sinni með sama skólanum. Margir fyrrum nemenda okkar eiga minningar um námsferð erlendis frá veru sinni í FAS. Síðustu árin hafa samskipti við skóla og stofnanir erlendis aukist enn frekar.

Reglulega býður Erasmus+ menntaáætlunin upp á alls kyns möguleika á styrkjum og í haust var sérstaklega auglýst að skólar gætu sótt í sjóði Erasmus+ til að efla kennara og nemendur, einkum í list- og verkgreinum. FAS ákvað að senda inn umsókn og nú í vikunni kom svar um að umsóknin hefði verið samþykkt. Gildistími þessa samnings er frá 1. mars 2021 og nær til ársloka 2027.

Samkvæmt umsókninni getur FAS sent árlega 10 nemendur og allt að 5 kennara til þeirra skóla sem ákveðið er að vinna með. Ætlunin er að nýta núverandi tengslanet við skóla erlendis en einnig að stækka netið.

Þetta finnast okkur frábærar fréttir. Þessi styrkur fellur vel að stefnu skólans og gefur um leið mörgum tækifæri til að ferðast og fræðast. Það eru sannarlega spennandi tímar framundan.

 

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...