Fáir fuglar á ferli í Óslandi

23.feb.2021

Mánudaginn 22. febrúar var komið að annarri fuglatalningu í Óslandi á þessari önn. Veður var með eindæmum gott, logn, sól og sex stiga hiti. Einhverjir í hópnum nefndu að vorið væri að minna á sig og það finnst okkur ekki leiðinlegt.
Þó svo að veðrið væri frábært var lítið um fugla. Einungis sáust tæplega 70 fuglar á talningasvæðinu og mest var af fýl og æðarfugli. Líkleg skýring á því hversu fáir fuglar eru að loðnugöngur hafa verið að fara vestur með ströndinni og fuglinn er líklegast að elta ætið.
Í gær bárust af því fréttir að farfuglar væru farnir að komast til landsins. Í síðustu viku sást tjaldur í Kjósinni sem var merktur og var fyrir nokkru við Ermasundseyjar þar sem hann hafði vetursetu. Þá sáust þrjár lóur inn við Silfurvöll en ekki er vitað hvort það eru fuglar sem hafa haft hér vetursetu eða hvort um farfugla er að ræða.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...