Fáir fuglar á ferli í Óslandi

23.feb.2021

Mánudaginn 22. febrúar var komið að annarri fuglatalningu í Óslandi á þessari önn. Veður var með eindæmum gott, logn, sól og sex stiga hiti. Einhverjir í hópnum nefndu að vorið væri að minna á sig og það finnst okkur ekki leiðinlegt.
Þó svo að veðrið væri frábært var lítið um fugla. Einungis sáust tæplega 70 fuglar á talningasvæðinu og mest var af fýl og æðarfugli. Líkleg skýring á því hversu fáir fuglar eru að loðnugöngur hafa verið að fara vestur með ströndinni og fuglinn er líklegast að elta ætið.
Í gær bárust af því fréttir að farfuglar væru farnir að komast til landsins. Í síðustu viku sást tjaldur í Kjósinni sem var merktur og var fyrir nokkru við Ermasundseyjar þar sem hann hafði vetursetu. Þá sáust þrjár lóur inn við Silfurvöll en ekki er vitað hvort það eru fuglar sem hafa haft hér vetursetu eða hvort um farfugla er að ræða.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...