Fáir fuglar á ferli í Óslandi

23.feb.2021

Mánudaginn 22. febrúar var komið að annarri fuglatalningu í Óslandi á þessari önn. Veður var með eindæmum gott, logn, sól og sex stiga hiti. Einhverjir í hópnum nefndu að vorið væri að minna á sig og það finnst okkur ekki leiðinlegt.
Þó svo að veðrið væri frábært var lítið um fugla. Einungis sáust tæplega 70 fuglar á talningasvæðinu og mest var af fýl og æðarfugli. Líkleg skýring á því hversu fáir fuglar eru að loðnugöngur hafa verið að fara vestur með ströndinni og fuglinn er líklegast að elta ætið.
Í gær bárust af því fréttir að farfuglar væru farnir að komast til landsins. Í síðustu viku sást tjaldur í Kjósinni sem var merktur og var fyrir nokkru við Ermasundseyjar þar sem hann hafði vetursetu. Þá sáust þrjár lóur inn við Silfurvöll en ekki er vitað hvort það eru fuglar sem hafa haft hér vetursetu eða hvort um farfugla er að ræða.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...