10. bekkur heimsækir FAS

19.feb.2021

Í gær komu til okkar góðir gestir en það voru nemendur sem eru að ljúka námi í grunnskóla í vor og eru farnir að velta fyrir sér áframhaldandi námi. Það voru þau Eyjólfur skólameistari, Hildur áfangastjóri, Fríður námsráðgjafi ásamt nemendum úr nemendaráði sem tóku á móti hópnum. Í upphafi fékk hópurinn kynningu á framhaldsskólakerfinu og á því hvaða námsleiðir eru í boði í FAS.

Nemendur í nemendaráði sögðu frá því hvernig félagslíf skólans er byggt upp og að lokinni kynningu gengu þeir með gestunum um húsið. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta í haust.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...