Fyrsta hjálp í fjallamennsku

16.feb.2021

Fyrsta hjálp fór fram í fjallamennskunámi FAS í janúar og fyrri hluta febrúar. Þema áfangans var meðal annars að undirbúa nemendur undir óvænt slys í óbyggðum og bráð veikindi sem upp geta komið. Mikið var lagt upp úr verklegri kennslu bæði inni og úti. Á námskeiðinu var meðal annars fjallað um; sárahreinsun, spelkur, böruburð með línum, hvernig búa skal um ofkældan einstakling, áhættusár, bruna og endurlífgun.

Síðasta kvöldið fengu nemendur að spreyta sig í aðkomu að hópslysi þar sem bráðaflokkun og forgangsröðun var æfð til þaula. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá námskeiðinu.

[modula id=“12412″]

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...