Lokaverkefni í sjónlist

18.feb.2021

Í gær var sett upp sýning tveggja nemenda í sjónlist en verkin eru unnin á haustönninni. Ekki hefur verið stund eða staður til að sýna þessi verk fyrr en núna. Verkin verða til sýnis í Menningarmiðstöð Hornafjarðar frá og með deginum í dag.
Daníel Snær Garðarsson sýnir ljósmyndir af teikniæfingum en hann vann að mestu út frá þrívíðum formum líkamans og voru honum grísk goð einkar hugleikin.
Karen Ása Benediktsdóttir sýnir stílistaverkefni þar sem hún endurhannaði fatnað og skapaði um leið heildstætt útlit þar sem m.a. var hugað að förðun og hárgreiðslu. Sjö einstaklingar tóku að sér að sitja fyrir.  Dagmar Lilja Óskarsdóttir farðaði í þessu verkefni og Karen Ása tók sjálf myndirnar.
Við hvetjum alla til að líta við í Menningarmiðstöðunni og skoða skemmtileg verkefni.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...