Nemendur á sviðlistasviði í stuttmyndagerð

04.feb.2021

Á vorönn vinna nemendur á sviðslistasviði FAS tvær stuttmyndir. Verkefnið er frá hugmynd til sýningar og skiptist í fjórar vinnulotur sem eru:
1. hugmynd og handrit,
2. skipulag verkferla,
3. upptökur og
4. eftirvinnsla og sýningar.
Nú eru tólf nemendur skráðir í námið en kennarar eru Stefán Sturla og Skrýmir Árnason en auk þeirra koma fjórir einstaklingar og halda fyrirlestra um sitt sérsvið. Þeir eru Hlynur Pálmason kvikmyndaleikstjóri, Emil Morávek kvikmyndagerðamaður, Gunnar Auðunn Jóhannsson kvikmyndatökumaður og Tjörvi Óskarsson tónlistarmaður. Þeir þrír fyrstnefndu eru allir fyrrum nemendur FAS.
Nú eru nemendur að ljúka við fyrstu vinnulotuna og eru handrit fyrir þessar tvær myndir að verða tilbúin. Á næstu vikum munu nemendur hefja upptökur en áætlað er að frumsýna myndirnar í byrjun maí. Það verður að koma í ljós í vor hvernig staðið verður að sýningum myndanna. Nemendur hafa þar viðrað ýmsar nýjar og nýstárlegar lausnamiðaðar hugmyndir enda vinnur hópurinn mjög vel saman.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...