Nemendur á sviðlistasviði í stuttmyndagerð

04.feb.2021

Á vorönn vinna nemendur á sviðslistasviði FAS tvær stuttmyndir. Verkefnið er frá hugmynd til sýningar og skiptist í fjórar vinnulotur sem eru:
1. hugmynd og handrit,
2. skipulag verkferla,
3. upptökur og
4. eftirvinnsla og sýningar.
Nú eru tólf nemendur skráðir í námið en kennarar eru Stefán Sturla og Skrýmir Árnason en auk þeirra koma fjórir einstaklingar og halda fyrirlestra um sitt sérsvið. Þeir eru Hlynur Pálmason kvikmyndaleikstjóri, Emil Morávek kvikmyndagerðamaður, Gunnar Auðunn Jóhannsson kvikmyndatökumaður og Tjörvi Óskarsson tónlistarmaður. Þeir þrír fyrstnefndu eru allir fyrrum nemendur FAS.
Nú eru nemendur að ljúka við fyrstu vinnulotuna og eru handrit fyrir þessar tvær myndir að verða tilbúin. Á næstu vikum munu nemendur hefja upptökur en áætlað er að frumsýna myndirnar í byrjun maí. Það verður að koma í ljós í vor hvernig staðið verður að sýningum myndanna. Nemendur hafa þar viðrað ýmsar nýjar og nýstárlegar lausnamiðaðar hugmyndir enda vinnur hópurinn mjög vel saman.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...