Nemendur á sviðlistasviði í stuttmyndagerð

04.feb.2021

Á vorönn vinna nemendur á sviðslistasviði FAS tvær stuttmyndir. Verkefnið er frá hugmynd til sýningar og skiptist í fjórar vinnulotur sem eru:
1. hugmynd og handrit,
2. skipulag verkferla,
3. upptökur og
4. eftirvinnsla og sýningar.
Nú eru tólf nemendur skráðir í námið en kennarar eru Stefán Sturla og Skrýmir Árnason en auk þeirra koma fjórir einstaklingar og halda fyrirlestra um sitt sérsvið. Þeir eru Hlynur Pálmason kvikmyndaleikstjóri, Emil Morávek kvikmyndagerðamaður, Gunnar Auðunn Jóhannsson kvikmyndatökumaður og Tjörvi Óskarsson tónlistarmaður. Þeir þrír fyrstnefndu eru allir fyrrum nemendur FAS.
Nú eru nemendur að ljúka við fyrstu vinnulotuna og eru handrit fyrir þessar tvær myndir að verða tilbúin. Á næstu vikum munu nemendur hefja upptökur en áætlað er að frumsýna myndirnar í byrjun maí. Það verður að koma í ljós í vor hvernig staðið verður að sýningum myndanna. Nemendur hafa þar viðrað ýmsar nýjar og nýstárlegar lausnamiðaðar hugmyndir enda vinnur hópurinn mjög vel saman.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...