Lok á Erasmus+ verkefni tengdu menningararfleið

11.feb.2021

Árið 2018 hófst Eramsus+ verkefnið Cultural heritage in the context of students’ careers þar sem fjallað er um menningu ungs fólks og þeirra upplifun á eigin landi. Þetta var fimm landa verkefni og auk Íslands tóku þátt; Eistland, Grikkland, Ítalía og Lettland. Líkt og í mörgum öðrum samstarfsverkefnum var gert ráð fyrir gagnkvæmum heimsóknum til þátttökulandanna. Verkefnið gekk samkvæmt áætlun þangað til að COVID-19 skall á. Rétt áður en landamæri fóru að lokast var farið í heimsókn til Ítalíu en það var í janúar 2020. Síðasta ferðin í verkefninu átti svo að vera í apríl 2020. Vegna COVID-19 reyndist það ekki mögulegt og þá var ákveðið að sjá hvort hægt yrði að fara í heimsóknir á haustönn 2020. Erasmus+ veitti frest til loka febrúar á þessu ári til að ljúka verkefninu.

Í janúar 2021 var orðið ljóst að ekki yrði hægt að fara til Lettlands en engu að síður þurfti að ljúka við verkefnið. Þessa vikuna hafa þátttakendur skipulagt starf sitt í gegnum netið. Fyrirhugaðir gestgjafar í síðustu heimsókninni sáu um að skipuleggja vikuna. Það hefur ýmislegt verið gert, t.d. hlustað á fyrirlestra, gagnvirkir leikir spilaðir og tekið þátt í fleiri en einni spurningakeppni. Síðast en ekki síst fengu þátttakendur að spreyta sig á lettneskri matargerðarlist.

Hér á Íslandi voru í þessari síðustu lotu fimm þátttakendur sem stóðu sig með stakri prýði og eru nú reynslunni ríkari þó verkefnið hafi endað öðruvísi en lagt var af stað með. Nánar er hægt að lesa um verkefnið hér

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...