Lok á Erasmus+ verkefni tengdu menningararfleið

11.feb.2021

Árið 2018 hófst Eramsus+ verkefnið Cultural heritage in the context of students’ careers þar sem fjallað er um menningu ungs fólks og þeirra upplifun á eigin landi. Þetta var fimm landa verkefni og auk Íslands tóku þátt; Eistland, Grikkland, Ítalía og Lettland. Líkt og í mörgum öðrum samstarfsverkefnum var gert ráð fyrir gagnkvæmum heimsóknum til þátttökulandanna. Verkefnið gekk samkvæmt áætlun þangað til að COVID-19 skall á. Rétt áður en landamæri fóru að lokast var farið í heimsókn til Ítalíu en það var í janúar 2020. Síðasta ferðin í verkefninu átti svo að vera í apríl 2020. Vegna COVID-19 reyndist það ekki mögulegt og þá var ákveðið að sjá hvort hægt yrði að fara í heimsóknir á haustönn 2020. Erasmus+ veitti frest til loka febrúar á þessu ári til að ljúka verkefninu.

Í janúar 2021 var orðið ljóst að ekki yrði hægt að fara til Lettlands en engu að síður þurfti að ljúka við verkefnið. Þessa vikuna hafa þátttakendur skipulagt starf sitt í gegnum netið. Fyrirhugaðir gestgjafar í síðustu heimsókninni sáu um að skipuleggja vikuna. Það hefur ýmislegt verið gert, t.d. hlustað á fyrirlestra, gagnvirkir leikir spilaðir og tekið þátt í fleiri en einni spurningakeppni. Síðast en ekki síst fengu þátttakendur að spreyta sig á lettneskri matargerðarlist.

Hér á Íslandi voru í þessari síðustu lotu fimm þátttakendur sem stóðu sig með stakri prýði og eru nú reynslunni ríkari þó verkefnið hafi endað öðruvísi en lagt var af stað með. Nánar er hægt að lesa um verkefnið hér

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...