Skólafundur og þorragleði

29.jan.2021

Við hér í FAS höfum lengi lagt á það áherslu að nemendur sýni sem mesta virkni. Það á við í öllu sem viðkemur skólanum, hvort sem það tengist námi eða öðru. Á hverri önn er haldinn skólafundur en þá hittast nemendur og starfsfólk til að ræða mikilvæg málefni hverju sinni. Og í gær var komið að skólafundi annarinnar.

Þrjú mál voru til umræðu; heilsa og samfélag, nám og samfélag og umhverfismál. Fyrir fundinn höfðu þátttakendur valið sér hóp eftir áhugasviði. Til að umræðan yrði markvissari og að allir fengju að koma sínu sjónarmiði á framfæri var stóru hópunum skipt í smærri einingar. Hópstjóri stýrði umræðum á hverjum stað og ritari tók niður punkta. Öllum hugmyndum var safnað saman og litið verður til þeirra við mótun skólastarfsins.

Að loknum fundi bauð skólinn upp á þorramat og þar voru í boði ýmsar kræsingar sem alla jafna eru ekki á borðum.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...