Skólafundur og þorragleði

29.jan.2021

Við hér í FAS höfum lengi lagt á það áherslu að nemendur sýni sem mesta virkni. Það á við í öllu sem viðkemur skólanum, hvort sem það tengist námi eða öðru. Á hverri önn er haldinn skólafundur en þá hittast nemendur og starfsfólk til að ræða mikilvæg málefni hverju sinni. Og í gær var komið að skólafundi annarinnar.

Þrjú mál voru til umræðu; heilsa og samfélag, nám og samfélag og umhverfismál. Fyrir fundinn höfðu þátttakendur valið sér hóp eftir áhugasviði. Til að umræðan yrði markvissari og að allir fengju að koma sínu sjónarmiði á framfæri var stóru hópunum skipt í smærri einingar. Hópstjóri stýrði umræðum á hverjum stað og ritari tók niður punkta. Öllum hugmyndum var safnað saman og litið verður til þeirra við mótun skólastarfsins.

Að loknum fundi bauð skólinn upp á þorramat og þar voru í boði ýmsar kræsingar sem alla jafna eru ekki á borðum.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...