Skólafundur og þorragleði

29.jan.2021

Við hér í FAS höfum lengi lagt á það áherslu að nemendur sýni sem mesta virkni. Það á við í öllu sem viðkemur skólanum, hvort sem það tengist námi eða öðru. Á hverri önn er haldinn skólafundur en þá hittast nemendur og starfsfólk til að ræða mikilvæg málefni hverju sinni. Og í gær var komið að skólafundi annarinnar.

Þrjú mál voru til umræðu; heilsa og samfélag, nám og samfélag og umhverfismál. Fyrir fundinn höfðu þátttakendur valið sér hóp eftir áhugasviði. Til að umræðan yrði markvissari og að allir fengju að koma sínu sjónarmiði á framfæri var stóru hópunum skipt í smærri einingar. Hópstjóri stýrði umræðum á hverjum stað og ritari tók niður punkta. Öllum hugmyndum var safnað saman og litið verður til þeirra við mótun skólastarfsins.

Að loknum fundi bauð skólinn upp á þorramat og þar voru í boði ýmsar kræsingar sem alla jafna eru ekki á borðum.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...