Samningar í afreksíþróttum

28.jan.2021

Áfanginn Afreksíþróttir hefur í nokkur ár verið hluti af námsframboði skólans. Margir nemenda okkar stunda reglulega íþróttir og eru jafnvel að æfa með liðum innan Sindra. Oft fer saman íþróttaiðkunin og áhugamál viðkomandi og með því að skrá sig í áfangann geta nemendur fengið einingar sem nýtast í náminu í FAS.
Í síðustu viku undirrituðu nokkrir nemendur í áfanganum samning við FAS. Það er kveðið á um að hver nemandi skuldbindi sig til að; framfylgja skólareglum, sinna námi sínu af kostgæfni, mæta á æfingar og vera fyrirmynd annarra hvað varðar heilsusamlegt líferni. Síðast en ekki síst þurfa þeir að skrá reglulega upplýsingar um æfingar, innihald þeirra og tímasetningar.
Þjálfari Sindra fylgist með þjálfun hvers nemanda og staðfestir að skráningar séu réttar. Íþróttakennari í FAS heldur utan um námið og ber ábyrgð á samstarfinu.
Samningurinn er mikilvægur áfangi fyrir bæði nemendur og skólann. Hann ætti að hjálpa nemendum að skipuleggja sig bæði hvað varðar nám í skólanum og eins viðkomandi íþróttagrein. Eins og flestir vita er regluleg ástundun og gott skipulag lykillinn að ná árangri.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...