Styrkur til námskrárskrifa

26.jan.2021

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að veita FAS styrk til að skrifa heildstæða námskrá í ferðatengdum greinum með námslokum á þriðja hæfniþrepi. Forsaga málsins er sú að námsframboð í ferðatengdum greinum hefur þótt fremur ómarkvisst og afrakstur námsins ekki nægjanlega skýr. Atvinnulífið hefur ekki heldur metið nám í ferðatengdum greinum með fullnægjandi hætti hingað til. Ráðuneytið leitaði til framhaldsskóla um námskrárskrifin og það varð úr að FAS tæki verkefnið að sér.

Í bréfi frá ráðuneytinu kemur einnig fram að nú sé mikið atvinnuleysi í ferðaþjónustu vegna COVID-19 en vonir eru þó bundnar við að ferðaþjónusta verði aftur mikilvæg atvinnugrein á Íslandi. Ráðuneytið telur brýnt að nýta tímann nú til að skrifa heildstæða námsbrautarlýsingu fyrir atvinnugreinina. Möguleiki sé að framhaldsfræðslan geti meðal annars í samstarfi við fyrirtæki boðið upp á sveigjanlegt nám og styttri námslotur sem framhaldsskólar geti metið inn á brautina.

Ætlast er til að námskráin verði skrifuð á þessu ári og lögð er áhersla á að lýsingin sé unnin í samstarfi við aðra framhaldsskóla, framhaldsfræðsluna og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...