Styrkur til námskrárskrifa

26.jan.2021

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að veita FAS styrk til að skrifa heildstæða námskrá í ferðatengdum greinum með námslokum á þriðja hæfniþrepi. Forsaga málsins er sú að námsframboð í ferðatengdum greinum hefur þótt fremur ómarkvisst og afrakstur námsins ekki nægjanlega skýr. Atvinnulífið hefur ekki heldur metið nám í ferðatengdum greinum með fullnægjandi hætti hingað til. Ráðuneytið leitaði til framhaldsskóla um námskrárskrifin og það varð úr að FAS tæki verkefnið að sér.

Í bréfi frá ráðuneytinu kemur einnig fram að nú sé mikið atvinnuleysi í ferðaþjónustu vegna COVID-19 en vonir eru þó bundnar við að ferðaþjónusta verði aftur mikilvæg atvinnugrein á Íslandi. Ráðuneytið telur brýnt að nýta tímann nú til að skrifa heildstæða námsbrautarlýsingu fyrir atvinnugreinina. Möguleiki sé að framhaldsfræðslan geti meðal annars í samstarfi við fyrirtæki boðið upp á sveigjanlegt nám og styttri námslotur sem framhaldsskólar geti metið inn á brautina.

Ætlast er til að námskráin verði skrifuð á þessu ári og lögð er áhersla á að lýsingin sé unnin í samstarfi við aðra framhaldsskóla, framhaldsfræðsluna og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...