Styrkur til námskrárskrifa

26.jan.2021

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að veita FAS styrk til að skrifa heildstæða námskrá í ferðatengdum greinum með námslokum á þriðja hæfniþrepi. Forsaga málsins er sú að námsframboð í ferðatengdum greinum hefur þótt fremur ómarkvisst og afrakstur námsins ekki nægjanlega skýr. Atvinnulífið hefur ekki heldur metið nám í ferðatengdum greinum með fullnægjandi hætti hingað til. Ráðuneytið leitaði til framhaldsskóla um námskrárskrifin og það varð úr að FAS tæki verkefnið að sér.

Í bréfi frá ráðuneytinu kemur einnig fram að nú sé mikið atvinnuleysi í ferðaþjónustu vegna COVID-19 en vonir eru þó bundnar við að ferðaþjónusta verði aftur mikilvæg atvinnugrein á Íslandi. Ráðuneytið telur brýnt að nýta tímann nú til að skrifa heildstæða námsbrautarlýsingu fyrir atvinnugreinina. Möguleiki sé að framhaldsfræðslan geti meðal annars í samstarfi við fyrirtæki boðið upp á sveigjanlegt nám og styttri námslotur sem framhaldsskólar geti metið inn á brautina.

Ætlast er til að námskráin verði skrifuð á þessu ári og lögð er áhersla á að lýsingin sé unnin í samstarfi við aðra framhaldsskóla, framhaldsfræðsluna og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...