Nýsköpunarverkefni í FAS tengt jöklaferðamennsku

20.jan.2021

Undanfarin þrjú ár hefur FAS leitt Erasmus+ menntaverkefnið ADVENT þar sem leitast var við að efla menntun, þróa og prófa nýjungar í ferðaþjónustu. Þetta verkefni var m.a. í samstarfi og samvinnu við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Verkefnið tókst vel og margar nýjungar í afþreyingu litu dagsins ljós, ekki hvað síst í tengslum við jöklaferðir.

Nú hefur Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gert samning við FAS og veitt skólanum styrk til að efla menntun og rannsóknir á sviði jöklaferðamennsku. Markmið verkefnisins er að styðja við fyrirtæki sem starfa innan Vatnajökulsþjóðgarðs við að þróast og byggja sig upp með því að tengja menntun og rannsóknir við þarfir þeirra sem starfa í greininni.

Verkefninu verður í fyrstu stýrt af FAS og Háskólasetrinu á Höfn en gert er ráð fyrir að aðrir tengdir jöklaferðamennsku eigi fulltrúa í stýrihópi. Verkefnisstjóri mun vinna náið með stýrihóp að útfærslu og framkvæmd verkefnisins og gagnvirkri samvinnu við alla þátttakendur í verkefninu. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði lokið í apríl 2021.

Seinni partinn í janúar verður öllum fyrirtækjum sem eru með starfsleyfi til jöklaferðamennsku í þjóðgarðinum boðin þátttaka í verkefninu. Hvert fyrirtæki getur nýtt sér verkefnið á þann hátt sem því gagnast best en ætlunin er að búa til gagnvirkt, skapandi fagsamfélag þar sem fólk miðlar af þekkingu sinni og reynslu og styrkir um leið nýsköpun hópsins í heild.

Nú hvetjum við alla sem að vinna við ferðir tengdar jöklum til að bregðast við boði um að taka þátt í spennandi verkefni og bæði miðla af reynslu sinni og læra af öðrum.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...