Nýsköpunarverkefni í FAS tengt jöklaferðamennsku

20.jan.2021

Undanfarin þrjú ár hefur FAS leitt Erasmus+ menntaverkefnið ADVENT þar sem leitast var við að efla menntun, þróa og prófa nýjungar í ferðaþjónustu. Þetta verkefni var m.a. í samstarfi og samvinnu við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Verkefnið tókst vel og margar nýjungar í afþreyingu litu dagsins ljós, ekki hvað síst í tengslum við jöklaferðir.

Nú hefur Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gert samning við FAS og veitt skólanum styrk til að efla menntun og rannsóknir á sviði jöklaferðamennsku. Markmið verkefnisins er að styðja við fyrirtæki sem starfa innan Vatnajökulsþjóðgarðs við að þróast og byggja sig upp með því að tengja menntun og rannsóknir við þarfir þeirra sem starfa í greininni.

Verkefninu verður í fyrstu stýrt af FAS og Háskólasetrinu á Höfn en gert er ráð fyrir að aðrir tengdir jöklaferðamennsku eigi fulltrúa í stýrihópi. Verkefnisstjóri mun vinna náið með stýrihóp að útfærslu og framkvæmd verkefnisins og gagnvirkri samvinnu við alla þátttakendur í verkefninu. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði lokið í apríl 2021.

Seinni partinn í janúar verður öllum fyrirtækjum sem eru með starfsleyfi til jöklaferðamennsku í þjóðgarðinum boðin þátttaka í verkefninu. Hvert fyrirtæki getur nýtt sér verkefnið á þann hátt sem því gagnast best en ætlunin er að búa til gagnvirkt, skapandi fagsamfélag þar sem fólk miðlar af þekkingu sinni og reynslu og styrkir um leið nýsköpun hópsins í heild.

Nú hvetjum við alla sem að vinna við ferðir tengdar jöklum til að bregðast við boði um að taka þátt í spennandi verkefni og bæði miðla af reynslu sinni og læra af öðrum.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...