Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

20.jan.2021

Undanfarið hafa bæði ríkistjórn landsins og sveitarfélagið unnið að því að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að bæta lífskjör og hag allra. Það hafa verið haldnir margir fundir þar sem íbúar eru fengnir tll að koma að því að móta stefnu sveitarfélagsins til framtíðar.
Í dag var komið að því að hlusta á raddir unga fólksins og heyra hvað þau hafa til málsins að leggja. Matthildur bæjarstjóri boðaði til fundar með nemendum bæði í FAS og Heppuskóla. Eftir stutta kynningu á viðfangsefni fundarins fengu nemendur tækifæri til að koma sínum áherslum á framfæri með því að svara tilteknum spurningum. Nokkrir tugir nemenda tóku þátt og það er óhætt að segja að alls konar hugmyndir komu fram.
Sveitarfélagið mun svo á næstunni vinna úr hugmyndum sem komu fram og nýta til innleiðingar Heimsmarkmiðanna. Í febrúar á svo að skrifa undir samning þar sem sveitarfélagið skuldbindur sig til að innleiða markmiðin.

Aðrar fréttir

Opnum dögum lýkur í dag

Opnum dögum lýkur í dag

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var...

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...