Undanfarið hafa bæði ríkistjórn landsins og sveitarfélagið unnið að því að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að bæta lífskjör og hag allra. Það hafa verið haldnir margir fundir þar sem íbúar eru fengnir tll að koma að því að móta stefnu sveitarfélagsins til framtíðar.
Í dag var komið að því að hlusta á raddir unga fólksins og heyra hvað þau hafa til málsins að leggja. Matthildur bæjarstjóri boðaði til fundar með nemendum bæði í FAS og Heppuskóla. Eftir stutta kynningu á viðfangsefni fundarins fengu nemendur tækifæri til að koma sínum áherslum á framfæri með því að svara tilteknum spurningum. Nokkrir tugir nemenda tóku þátt og það er óhætt að segja að alls konar hugmyndir komu fram.
Sveitarfélagið mun svo á næstunni vinna úr hugmyndum sem komu fram og nýta til innleiðingar Heimsmarkmiðanna. Í febrúar á svo að skrifa undir samning þar sem sveitarfélagið skuldbindur sig til að innleiða markmiðin.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...