Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

20.jan.2021

Undanfarið hafa bæði ríkistjórn landsins og sveitarfélagið unnið að því að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að bæta lífskjör og hag allra. Það hafa verið haldnir margir fundir þar sem íbúar eru fengnir tll að koma að því að móta stefnu sveitarfélagsins til framtíðar.
Í dag var komið að því að hlusta á raddir unga fólksins og heyra hvað þau hafa til málsins að leggja. Matthildur bæjarstjóri boðaði til fundar með nemendum bæði í FAS og Heppuskóla. Eftir stutta kynningu á viðfangsefni fundarins fengu nemendur tækifæri til að koma sínum áherslum á framfæri með því að svara tilteknum spurningum. Nokkrir tugir nemenda tóku þátt og það er óhætt að segja að alls konar hugmyndir komu fram.
Sveitarfélagið mun svo á næstunni vinna úr hugmyndum sem komu fram og nýta til innleiðingar Heimsmarkmiðanna. Í febrúar á svo að skrifa undir samning þar sem sveitarfélagið skuldbindur sig til að innleiða markmiðin.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...