Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

14.jan.2021

Á vorönn 2021 býður FAS upp á sviðslistaáfanga í leiklist og kvikmyndagerð. Tvær stuttmyndir verða unnar í áfanganum og munu allir nemendur koma að hvorri mynd sem tæknihópur og leikarar. Þessi áfangi er tilvalinn fyrir fólk sem sækist eftir grunnþekkingu í vinnu við gerð kvikmynda eða hefur áhuga á frekara kvikmyndanámi. Einnig þjálfun í framkomu og raddbeitingu. Áfanginn verður kenndur á miðvikudögum frá 8:00 til 12:30 og er gert ráð fyrir náinni samvinnu hópsins og lögð áhersla á 100% mætingu í tíma.

Þessi áfangi er líka í boði fyrir fólk utan skólans og er upplagður fyrir þá sem eru atvinnuleitendur en þeir mega taka allt að 12 einingum án þess að atvinnuleysisbætur skerðist. Námið hefst miðvikudaginn 20 janúar næstkomandi. Kennarar verða þeir Stefán Sturla og Skrýmir Árnason sem veitir nánari upplýsingar en hann hefur netfangið skrymir@fas.is

Umsóknarform er hægt að nálgast hér

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...