Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

14.jan.2021

Á vorönn 2021 býður FAS upp á sviðslistaáfanga í leiklist og kvikmyndagerð. Tvær stuttmyndir verða unnar í áfanganum og munu allir nemendur koma að hvorri mynd sem tæknihópur og leikarar. Þessi áfangi er tilvalinn fyrir fólk sem sækist eftir grunnþekkingu í vinnu við gerð kvikmynda eða hefur áhuga á frekara kvikmyndanámi. Einnig þjálfun í framkomu og raddbeitingu. Áfanginn verður kenndur á miðvikudögum frá 8:00 til 12:30 og er gert ráð fyrir náinni samvinnu hópsins og lögð áhersla á 100% mætingu í tíma.

Þessi áfangi er líka í boði fyrir fólk utan skólans og er upplagður fyrir þá sem eru atvinnuleitendur en þeir mega taka allt að 12 einingum án þess að atvinnuleysisbætur skerðist. Námið hefst miðvikudaginn 20 janúar næstkomandi. Kennarar verða þeir Stefán Sturla og Skrýmir Árnason sem veitir nánari upplýsingar en hann hefur netfangið skrymir@fas.is

Umsóknarform er hægt að nálgast hér

 

Aðrar fréttir

Þrammað með Mikka

Þrammað með Mikka

Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...

Opnum dögum lýkur í dag

Opnum dögum lýkur í dag

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var...

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...