Hæfnimat í fjallamennsku

08.jan.2021

Í dag byrjaði hæfnimat fyrir fólk með reynslu úr fjallamennsku. Á síðustu önn var ákveðið að bjóða upp á þennan valmöguleika í tengslum við verkefnið Nám er tækifæri sem Vinnumálastofnun stendur fyrir.
FAS ákvað að bjóða þeim sem hafa einhverja reynslu úr fjallamennsku að ganga í gegnum hæfnimat á því námi sem átti sér stað á haustönninni í fjallamennsku. Standist nemendur hæfnimat munu þeir stunda nám í fjallamennsku á vorönninni og hafa möguleika á því að ljúka brautinni í vor. Þetta mæltist vel fyrir og allir þeir sem sóttu um fyrir tilskilinn tíma og uppfylltu skilyrðin fyrir inntöku í námið fengu námsvist. Núna eru hingað mættir 15 nemendur víðs vegar af landinu og munu þeir eyða helginni hér, bæði innandyra og eins úti í náttúrunni.
Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar í fjallamennskunáminu. Þegar þessir nemendur hafa lokið hæfnimati verða 40 nemendur skráðir á brautina í tveimur aðskildum hópum.
Þá má líka segja frá því að farið er að huga að framhaldsnámi í fjallamennsku sem vonandi verður í boði í haust.

 

 

Aðrar fréttir

Þrammað með Mikka

Þrammað með Mikka

Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...

Opnum dögum lýkur í dag

Opnum dögum lýkur í dag

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var...

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...