Hæfnimat í fjallamennsku

08.jan.2021

Í dag byrjaði hæfnimat fyrir fólk með reynslu úr fjallamennsku. Á síðustu önn var ákveðið að bjóða upp á þennan valmöguleika í tengslum við verkefnið Nám er tækifæri sem Vinnumálastofnun stendur fyrir.
FAS ákvað að bjóða þeim sem hafa einhverja reynslu úr fjallamennsku að ganga í gegnum hæfnimat á því námi sem átti sér stað á haustönninni í fjallamennsku. Standist nemendur hæfnimat munu þeir stunda nám í fjallamennsku á vorönninni og hafa möguleika á því að ljúka brautinni í vor. Þetta mæltist vel fyrir og allir þeir sem sóttu um fyrir tilskilinn tíma og uppfylltu skilyrðin fyrir inntöku í námið fengu námsvist. Núna eru hingað mættir 15 nemendur víðs vegar af landinu og munu þeir eyða helginni hér, bæði innandyra og eins úti í náttúrunni.
Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar í fjallamennskunáminu. Þegar þessir nemendur hafa lokið hæfnimati verða 40 nemendur skráðir á brautina í tveimur aðskildum hópum.
Þá má líka segja frá því að farið er að huga að framhaldsnámi í fjallamennsku sem vonandi verður í boði í haust.

 

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...