Eins og undanfarin ár keppir FAS í Gettu betur. Þegar lið voru dregin sama kom í ljós að FAS keppir við lið Menntaskólans í Kópavogi og verður viðureignin í kvöld, 5. janúar. Viðureigninni verður útvarpað á Rás 2 og munu liðin keppa klukkan 20:20.
Lið FAS er skipað þeim Ingunni Ósk Grétarsdóttur, Júlíusi Aroni Larssyni og Selmu Ýr Ívarsdóttur. Keppnin leggst vel í krakkana og þau hlakka til kvöldsins. Þegar spurt var um undirbúning sögðust þau hafa verið nokkuð dugleg að undirbúa sig í jólafríinu.
Vegna sóttvarnarreglna er ekki hægt að koma og horfa á viðureignina en við hvetjum alla til að stilla á Rás 2 í kvöld og fylgjast með okkar fólki og senda þeim góða strauma. Að sjálfsögðu óskum okkar fólki góðs gengis í kvöld.
Þrammað með Mikka
Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...