FAS keppir í Gettu betur í kvöld

05.jan.2021

Eins og undanfarin ár keppir FAS í Gettu betur. Þegar lið voru dregin sama kom í ljós að FAS keppir við lið Menntaskólans í Kópavogi og verður viðureignin í kvöld, 5. janúar. Viðureigninni verður útvarpað á Rás 2 og munu liðin keppa klukkan 20:20.
Lið FAS er skipað þeim Ingunni Ósk Grétarsdóttur, Júlíusi Aroni Larssyni og Selmu Ýr Ívarsdóttur. Keppnin leggst vel í krakkana og þau hlakka til kvöldsins. Þegar spurt var um undirbúning sögðust þau hafa verið nokkuð dugleg að undirbúa sig í jólafríinu.
Vegna sóttvarnarreglna er ekki hægt að koma og horfa á viðureignina en við hvetjum alla til að stilla á Rás 2 í kvöld og fylgjast með okkar fólki og senda þeim góða strauma. Að sjálfsögðu óskum okkar fólki góðs gengis í kvöld.

Aðrar fréttir

Þrammað með Mikka

Þrammað með Mikka

Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...

Opnum dögum lýkur í dag

Opnum dögum lýkur í dag

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var...

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...