Skólastarf vorannarinnar hófst formlega í dag með skólasetningu. Það var þó óvenjulegt að þessu sinni því það var bæði hægt að mæta í skólann og einnig að vera á Teams. Í kjölfarið voru umsjónarfundir sem bæði voru í stofu og á Teams.
Þann 1. janúar tók gildi ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar sem gildir til 28. febrúar. Þar er kveðið á um að fjöldi í hverju rými geti verið allt að 30. Ef fjarlægð á milli manna nær tveimur metrum þarf ekki að hafa grímu. Þá er blöndun á milli hópa leyfileg. Þess vegna getum við verið með skólahald með nánast hefðbundnu sniði en þó þurfa allir að gæta vel að sóttvörnum.
Kennsla hefst svo 5. janúar samkvæmt stundaskrá og við hlökkum til annarinnar og ganga mót hækkandi sól.
Þrammað með Mikka
Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...