Jólafrí og upphaf vorannar

18.des.2020

Síðustu daga hafa kennarar verið önnum kafnir við að taka nemendur í lokamatsviðtöl og fara yfir vinnugögn nemenda. Í dag lýkur skólastarfi haustannarinnar í FAS formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Það verður eflaust kærkomið að fá jólafrí eftir krefjandi haustönn vegna COVID.

Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 4. janúar en þá verður skólinn settur klukkan 10. Umsjónarfundur verður sama dag klukkan 10:30 og er mikilvægt að nemendur mæti þar. Kennsla hefst svo þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk FAS sendir nemendum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

Aðrar fréttir

10. bekkur heimsækir FAS

10. bekkur heimsækir FAS

Væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar komu í FAS í gær og var þetta í annað skiptið sem þeim er boðið hingað. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir þeim námsframboð skólans sem hefur verið endurskipulagt á þessu skólaári. Krakkarnir sýndu...

Þrammað með Mikka

Þrammað með Mikka

Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...

Opnum dögum lýkur í dag

Opnum dögum lýkur í dag

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var...