Líkt og á síðasta skólaári gefst nemendum FAS kostur á því að fá sér hafragraut á Nýtorgi í löngu frímínútunum. Þessi tilraun hófst í kjölfar þátttöku í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og skilaði strax góðum árangri. Þeir nemendur sem nýta sér grautinn eru sammála um að hann bæði kæti og bæti enda er hann holl og góð næring. Ekki er verra að grauturinn er í boði skólans.
Á hverjum degi koma á milli 30 – 40 nemendur til að fá sér graut. Yfir grautnum spjalla nemendur saman eða tékka aðeins á því hvað er í gangi á veraldarvefnum.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...