Hafragrauturinn kætir og bætir

10.sep.2015

hafragrauturLíkt og á síðasta skólaári gefst nemendum FAS kostur á því að fá sér hafragraut á Nýtorgi í löngu frímínútunum. Þessi tilraun hófst í kjölfar þátttöku í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og skilaði strax góðum árangri. Þeir nemendur sem nýta sér grautinn eru sammála um að hann bæði kæti og bæti enda er hann holl og góð næring. Ekki er verra að grauturinn er í boði skólans.
Á hverjum degi koma á milli 30 – 40 nemendur til að fá sér graut. Yfir grautnum spjalla nemendur saman eða tékka aðeins á því hvað er í gangi á veraldarvefnum.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...