Í dag kom til okkar góður gestur í FAS en það var Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur sveitarfélagsins. Í fyrravor var lögð fyrir könnun um líðan á meðal nemenda og niðurstöður þeirrar könnunar gáfu tilefni til þess að gefa þyrfti betur gaum að líðan nemenda.
Birgir hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk um það hvernig þekkja megi einkenni kvíða og þunglyndis og bregðast við. Í máli hans kom fram að um það bil 40% finni einhvern tímann á lífsleiðinni fyrir depurð eða kvíða sem getur þróast yfir í þunglyndi. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin og vita hvernig hægt er að nálgast hjálp. FAS býður þeim nemendum sem telja sig þurfa á aðstoð að halda upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð en það kom einmitt fram í máli Birgis. Þeir sem telja sér hag af slíku námskeiði eru hvattir til að hafa samband við Margréti Gauju námsráðgjafa sem fyrst.
Undanfarin ár hefur FAS tekið þátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli þar sem hefur verið fjallað um mikilvægi hreyfingar, næringar, geðræktar og lífsstíls til að líða sem best og þar með að ná árangri. Þessi fyrirlestur er liður í því verkefni. Við þökkum Birgi kærlega fyrir gott og þarft innlegg.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...