Fyrirlestur um geðheilbrigði

09.sep.2015

birgir_hamÍ dag kom til okkar góður gestur í FAS en það var Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur sveitarfélagsins. Í fyrravor var lögð fyrir könnun um líðan á meðal nemenda og niðurstöður þeirrar könnunar gáfu tilefni til þess að gefa þyrfti betur gaum að líðan nemenda.
Birgir  hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk um það hvernig þekkja megi einkenni kvíða og þunglyndis og bregðast við. Í máli hans kom fram að um það bil 40% finni einhvern tímann á lífsleiðinni fyrir depurð eða kvíða sem getur þróast yfir í þunglyndi. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin og vita hvernig hægt er að nálgast hjálp. FAS býður þeim nemendum sem telja sig þurfa á aðstoð að halda upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð en það kom einmitt fram í máli Birgis. Þeir sem telja sér hag af slíku námskeiði eru hvattir til að hafa samband við Margréti Gauju námsráðgjafa sem fyrst.
Undanfarin ár hefur FAS tekið þátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli þar sem hefur verið fjallað um mikilvægi hreyfingar, næringar, geðræktar og lífsstíls til að líða sem best og þar með að ná árangri. Þessi fyrirlestur er liður í því verkefni. Við þökkum Birgi kærlega fyrir gott og þarft innlegg.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...