Glaðventa í FAS

09.des.2020

Í dag er síðasti kennsludagur annarinnar í FAS. Af því tilefni gerðu nemendur og kennarar sér dagamun og kennsla féll niður í síðasta tíma fyrir hádegi. Nemendur fór í leik og hún Hafdís í veitingasölunni töfraði fram kræsingar í anda jólanna.
Að sjálfsögðu fylgdu allir sóttvarnarreglum, báru grímur á meðan náð var í matinn og borðuðu í sinni heimastofu.
Á morgun tekur svo við lokamat hjá nemendum. Þá mæta nemendur í viðtal hjá kennurum sínum og gera upp önnina. Tímasetningar í lokamat fylgja í flestum tilfellum stundaskrá viðkomandi áfanga. Það verða allir að mæta í lokamat til þess að ljúka áfanga og ná þar jafnframt tilsettum árangri. Lokamati lýkur 18. desember og þá ættu líka allar einkunnir að ligga fyrir í Innu.
Við óskum nemendum okkar góðs gengis í lokamati.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...