Í dag er síðasti kennsludagur annarinnar í FAS. Af því tilefni gerðu nemendur og kennarar sér dagamun og kennsla féll niður í síðasta tíma fyrir hádegi. Nemendur fór í leik og hún Hafdís í veitingasölunni töfraði fram kræsingar í anda jólanna.
Að sjálfsögðu fylgdu allir sóttvarnarreglum, báru grímur á meðan náð var í matinn og borðuðu í sinni heimastofu.
Á morgun tekur svo við lokamat hjá nemendum. Þá mæta nemendur í viðtal hjá kennurum sínum og gera upp önnina. Tímasetningar í lokamat fylgja í flestum tilfellum stundaskrá viðkomandi áfanga. Það verða allir að mæta í lokamat til þess að ljúka áfanga og ná þar jafnframt tilsettum árangri. Lokamati lýkur 18. desember og þá ættu líka allar einkunnir að ligga fyrir í Innu.
Við óskum nemendum okkar góðs gengis í lokamati.
10. bekkur heimsækir FAS
Væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar komu í FAS í gær og var þetta í annað skiptið sem þeim er boðið hingað. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir þeim námsframboð skólans sem hefur verið endurskipulagt á þessu skólaári. Krakkarnir sýndu...