FAS hlýtur styrk hjá Eramsus+

04.sep.2015

rannis_styrkurSíðasta vetur var unnið að nýrri umsókn í FAS um nýtt erlent samskiptaverkefni en hægt er að sækja um slíkt hjá Erasmus+ sem er ein af menntaáætlunum Evrópusambandsins. Umsóknin er unnin með skóla í borginni Wroclaw í Póllandi og byggir m.a. á verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli.
Það er skemmst frá því að segja að umsóknin var samþykkt og er FAS eini íslenski framhaldsskólinn sem stýrir verkefni í flokkunum samstarfsverkefni að þessu sinni. Styrkupphæð til verkefnisins getur numið allt að 68.320 evrum.
Síðastliðinn mánudag var námskeið fyrir verkefnastjóra og skrifað undir samninga hjá Rannís. Á meðfylgjandi mynd má sjá verkefnastjóra í flokki leik-, grunn- og framhaldsskóla. Nánar má lesa um verkefni sem fengu styrk hér

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...