FAS hlýtur styrk hjá Eramsus+

04.sep.2015

rannis_styrkurSíðasta vetur var unnið að nýrri umsókn í FAS um nýtt erlent samskiptaverkefni en hægt er að sækja um slíkt hjá Erasmus+ sem er ein af menntaáætlunum Evrópusambandsins. Umsóknin er unnin með skóla í borginni Wroclaw í Póllandi og byggir m.a. á verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli.
Það er skemmst frá því að segja að umsóknin var samþykkt og er FAS eini íslenski framhaldsskólinn sem stýrir verkefni í flokkunum samstarfsverkefni að þessu sinni. Styrkupphæð til verkefnisins getur numið allt að 68.320 evrum.
Síðastliðinn mánudag var námskeið fyrir verkefnastjóra og skrifað undir samninga hjá Rannís. Á meðfylgjandi mynd má sjá verkefnastjóra í flokki leik-, grunn- og framhaldsskóla. Nánar má lesa um verkefni sem fengu styrk hér

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...