FAS hlýtur styrk hjá Eramsus+

04.sep.2015

rannis_styrkurSíðasta vetur var unnið að nýrri umsókn í FAS um nýtt erlent samskiptaverkefni en hægt er að sækja um slíkt hjá Erasmus+ sem er ein af menntaáætlunum Evrópusambandsins. Umsóknin er unnin með skóla í borginni Wroclaw í Póllandi og byggir m.a. á verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli.
Það er skemmst frá því að segja að umsóknin var samþykkt og er FAS eini íslenski framhaldsskólinn sem stýrir verkefni í flokkunum samstarfsverkefni að þessu sinni. Styrkupphæð til verkefnisins getur numið allt að 68.320 evrum.
Síðastliðinn mánudag var námskeið fyrir verkefnastjóra og skrifað undir samninga hjá Rannís. Á meðfylgjandi mynd má sjá verkefnastjóra í flokki leik-, grunn- og framhaldsskóla. Nánar má lesa um verkefni sem fengu styrk hér

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...