Aida Gonzalez lýkur námi í stafrænni framleiðslutækni

04.des.2020

Í janúar 2020 hóf Aida Gonzalez Vicente kennari í FAS nám í stafrænni framleiðslutækni sem Fab Foundation og Fab Lab smiðjur landsins bjóða upp á. Fab Academy er alþjóðlegt diplómanám sem er kennt af Neil Gershenfeld prófessor hjá MIT háskólanum í Boston. Aida kláraði námið í lok nóvember og mun útskrifast á næstu misserum. Lokaverkefni hennar er teikniborð með ýmsum áhugaverðum tæknilausnum.  Hægt er að  fræðast um verkefni hennar á slóðinni http://fabacademy.org/2020/labs/reykjavik/students/aida-gonzalez/

Í náminu fóru allir fyrirlestrar fram í gegnum fjarfundarbúnað en vinnan sjálf fór að mestu fram í Fab Lab smiðju Hornafjarðar þar sem aðgangur er að tækjum og þekkingu tengt náminu.  Formlega var Aida skráð í Fab Lab smiðju Reykjavíkur í þessu námi en ekki í Fab Lab smiðjunni hér en það var vegna framkvæmda sem áttu sér stað að hluta í Vöruhúsinu á námstímabilinu.  Gott samstarf var á milli smiðja til að styðja við nám Aidu og tók hún miklum framförum á þessum tíma. Námið er mjög krefjandi en að meðaltali eru það um 35 til 40 tímar á viku sem þarf að skila af sér í 20 vikur. Nemendur fá verkefni í hverri viku sem þarf að vinna og skrásetja inn á vef Fab Academy og tengja það við sitt lokaverkefni. Hvert lokaverkefni þarf að innhalda rafrásakerfi sem eru hönnuð frá grunni af þátttakendum, ekki má nota tilbúnar iðntölvur. Hér er hægt að skoða myndband um borðið og eiginleika þess.

Hér er upptalning á helstu þáttum námsins:
– Grunnatriði stafrænnar framleiðslutækni
– Verkefnastjórnun
– Tölvustudd hönnun
– Tölvustýrð skurðartækni
– Þrívíddarhönnun og þrívíddarprentun
– Rafeindatækni, hönnun
– Tölvustýrð framleiðsla
– Forritun í C++
– Iðntölvuhönnun, hönnun rafrásabretta
– Forritun fyrir iðntölvur
– Net- og samskiptatækni
– Notendaviðmót og forritun
– Vélahönnun og forritun
– Þróunarverkefni
– Uppfinningar, einkaleyfi og tekjumöguleikar
– Verkefnaþróun
– Vinna við lokaverkefni

Það eru því mjög áhugaverðir tímar í þróun Fab Lab náms í FAS og mun námið nýtast vel til að kenna nemendum. Ég vil óska Aidu innilega til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs við hana og stjórnendur Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.

Vilhjálmur Magnússon
Forstöðumaður Vöruhúss
og Fab Lab smiðju Hornafjarðar

[modula id=“11414″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...