Aida Gonzalez lýkur námi í stafrænni framleiðslutækni

04.des.2020

Í janúar 2020 hóf Aida Gonzalez Vicente kennari í FAS nám í stafrænni framleiðslutækni sem Fab Foundation og Fab Lab smiðjur landsins bjóða upp á. Fab Academy er alþjóðlegt diplómanám sem er kennt af Neil Gershenfeld prófessor hjá MIT háskólanum í Boston. Aida kláraði námið í lok nóvember og mun útskrifast á næstu misserum. Lokaverkefni hennar er teikniborð með ýmsum áhugaverðum tæknilausnum.  Hægt er að  fræðast um verkefni hennar á slóðinni http://fabacademy.org/2020/labs/reykjavik/students/aida-gonzalez/

Í náminu fóru allir fyrirlestrar fram í gegnum fjarfundarbúnað en vinnan sjálf fór að mestu fram í Fab Lab smiðju Hornafjarðar þar sem aðgangur er að tækjum og þekkingu tengt náminu.  Formlega var Aida skráð í Fab Lab smiðju Reykjavíkur í þessu námi en ekki í Fab Lab smiðjunni hér en það var vegna framkvæmda sem áttu sér stað að hluta í Vöruhúsinu á námstímabilinu.  Gott samstarf var á milli smiðja til að styðja við nám Aidu og tók hún miklum framförum á þessum tíma. Námið er mjög krefjandi en að meðaltali eru það um 35 til 40 tímar á viku sem þarf að skila af sér í 20 vikur. Nemendur fá verkefni í hverri viku sem þarf að vinna og skrásetja inn á vef Fab Academy og tengja það við sitt lokaverkefni. Hvert lokaverkefni þarf að innhalda rafrásakerfi sem eru hönnuð frá grunni af þátttakendum, ekki má nota tilbúnar iðntölvur. Hér er hægt að skoða myndband um borðið og eiginleika þess.

Hér er upptalning á helstu þáttum námsins:
– Grunnatriði stafrænnar framleiðslutækni
– Verkefnastjórnun
– Tölvustudd hönnun
– Tölvustýrð skurðartækni
– Þrívíddarhönnun og þrívíddarprentun
– Rafeindatækni, hönnun
– Tölvustýrð framleiðsla
– Forritun í C++
– Iðntölvuhönnun, hönnun rafrásabretta
– Forritun fyrir iðntölvur
– Net- og samskiptatækni
– Notendaviðmót og forritun
– Vélahönnun og forritun
– Þróunarverkefni
– Uppfinningar, einkaleyfi og tekjumöguleikar
– Verkefnaþróun
– Vinna við lokaverkefni

Það eru því mjög áhugaverðir tímar í þróun Fab Lab náms í FAS og mun námið nýtast vel til að kenna nemendum. Ég vil óska Aidu innilega til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs við hana og stjórnendur Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.

Vilhjálmur Magnússon
Forstöðumaður Vöruhúss
og Fab Lab smiðju Hornafjarðar

[modula id=“11414″]

Aðrar fréttir

Kaffiboð á Nýtorgi

Kaffiboð á Nýtorgi

Eins og margir vita er margs konar starfsemi í Nýheimum. Auk skólans er fjöldi starfsmanna í húsinu sem vinnur við alls konar verkefni og svo er aðstaða til að læra fyrir nemendur á háskólastigi sem eru í fjarnámi. Oft hefur verið talað um mikilvægi þess að "íbúar"...

10. bekkur heimsækir FAS

10. bekkur heimsækir FAS

Væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar komu í FAS í gær og var þetta í annað skiptið sem þeim er boðið hingað. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir þeim námsframboð skólans sem hefur verið endurskipulagt á þessu skólaári. Krakkarnir sýndu...

Þrammað með Mikka

Þrammað með Mikka

Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...