Kaffiboð á Nýtorgi

20.mar.2025

Eins og margir vita er margs konar starfsemi í Nýheimum. Auk skólans er fjöldi starfsmanna í húsinu sem vinnur við alls konar verkefni og svo er aðstaða til að læra fyrir nemendur á háskólastigi sem eru í fjarnámi. Oft hefur verið talað um mikilvægi þess að „íbúar“ hússins hittist og viti hver af öðrum. Auðveldasta leiðin til þess er að hittast á Nýtorgi og þá er ekkert betra en að bjóða upp á kaffi og meðlæti.

Í gær var komið að fyrsta sameiginlega hittingi hússins á Nýtorgi. Það var starfsfólk FAS sem sá um veitingarnar að þessu sinni. Kaffiboðið gekk ljómandi vel og veitingarnar runnu ljúflega niður. Margt var skrafað og ekki annað að sjá en allir væru saddir og sælir.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...