Kaffiboð á Nýtorgi

20.mar.2025

Eins og margir vita er margs konar starfsemi í Nýheimum. Auk skólans er fjöldi starfsmanna í húsinu sem vinnur við alls konar verkefni og svo er aðstaða til að læra fyrir nemendur á háskólastigi sem eru í fjarnámi. Oft hefur verið talað um mikilvægi þess að „íbúar“ hússins hittist og viti hver af öðrum. Auðveldasta leiðin til þess er að hittast á Nýtorgi og þá er ekkert betra en að bjóða upp á kaffi og meðlæti.

Í gær var komið að fyrsta sameiginlega hittingi hússins á Nýtorgi. Það var starfsfólk FAS sem sá um veitingarnar að þessu sinni. Kaffiboðið gekk ljómandi vel og veitingarnar runnu ljúflega niður. Margt var skrafað og ekki annað að sjá en allir væru saddir og sælir.

Aðrar fréttir

10. bekkur heimsækir FAS

10. bekkur heimsækir FAS

Væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar komu í FAS í gær og var þetta í annað skiptið sem þeim er boðið hingað. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir þeim námsframboð skólans sem hefur verið endurskipulagt á þessu skólaári. Krakkarnir sýndu...

Þrammað með Mikka

Þrammað með Mikka

Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...

Opnum dögum lýkur í dag

Opnum dögum lýkur í dag

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var...