Skemmtilegar fréttir úr fjallamennskunámi FAS (English below)

27.nóv.2020

Önnum kafinn við kortalestur.

Vegna ástandsins í samfélaginu viljum við í fjallamennskunámi FAS bjóða fleiri nemendur velkomna í nám til okkar á næstu önn. Sú námsleið er ætluð fyrir fólk með reynslu í fjallamennsku og útvist, þeim stendur til boða að ljúka 60 eininga námi okkar á einni önn í stað tveggja.

Umsækjendur sem sækja um þessa námsleið fara í hæfnimat og láta meta reynslu sína og þekkingu. Hæfnimatið tekur á öllum helstu þáttum sem farið er yfir á haustönn í fjallamennskunámi FAS, svo sem rötun, kortalestri og grunnlínuvinnu.

Nemendur fá ítarlegan undirbúningslista fyrir hæfnimatið og geta því undirbúið sig mjög vel. Allir sem hafa einhverja reynslu eða þekkingu í fjallamennsku eiga heima í þessu hæfnimati, grunnurinn getur komið úr hinum ýmsu áttum, svo sem atvinnulífinu, björgunarsveitum eða öðrum námskeiðum svo dæmi sé tekið.

Fólk á atvinnuleysisbótum getur farið í þetta nám án þess að bætur skerðist, sjá verkefnið nám er tækifæri (https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/starfsthjalfun-og-nam/namstaekifaeri/nam-a-framhaldsskolastigi). Námið veitir réttindi innan Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna (AIMG) og einnig Fyrstu hjálp 1&2 frá Landsbjörg.

Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga til að kynna sér þessa nýju námsleið frekar inn á heimasíðu okkar og auðvitað sækja um  https://fjallanam.is/fjallamennskunam-fas-fyrir-folk-med-reynslu/

News from FAS Mountaineering School

FAS mountaineering studies is a 60-credit education in mountaineering and guiding. Because of the situation today we would like to welcome more students into our program in the spring semester. This study program is intended for people with experience in mountaineering and outdoor activities, they are available to complete our 60 credit studies in one semester instead of two.

Applicants who apply for this course go through a qualification evaluation and have their experience and knowledge assessed. The qualification evaluation covers all the main aspects that are covered in the autumn semester of the FAS Mountaineering Studies, such as navigation, map reading and basic knowledge of rope work.

Students receive a detailed preparation list for the qualification evaluation and can therefore prepare very well. Everyone who has some experience or knowledge in mountaineering belongs in this qualification evaluation, the foundation can come from various sources, such as the tourism industry, rescue teams or other courses for example.

People on unemployment benefits can go to this course without any benefits being reduced, see project study is an opportunity (https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/starfsthjalfun-og-nam/namstaekifaeri/nam-a-framhaldsskolastigi). The program provides rights within the Association of Icelandic Mountain Guides (AIMG) and also First Aid 1 & 2 from Landsbjörg.

We would like to encourage everyone who is interested to know more about this program to visit our website and of course apply https://fjallanam.is/fjallamennskunam-fas-fyrir-folk-med-reynslu/

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...