Jákvæð heilsuefling í FAS

26.nóv.2020

Síðustu þrjár vikur hafa nemendur í áfanganum HEIF1NH03 fengið tækifæri til að útvíkka upplifun sína og reynslu varðandi heilsueflingu. Þær Hulda og Lind hafa verið með krökkunum og kynnt fyrir þeim leiðir til að vinna markvisst að jákvæðri heilsueflingu, jafnt andlegri sem líkamlegri. Þessar leiðir eru markþjálfun, jóga, núvitund og leiðir jákvæðrar sálfræði. Öll þessi verkfæri hafa verið að fá meira vægi í samfélaginu og skólakerfinu síðustu ár.
Markmiðið þessara þriggja vikna var að kynna nemendum þessar mismunandi leiðir og verkfæri þannig að þeir þekki fleiri möguleika til að láta sér líða betur og gefa þeim þannig tækifæri til að taka meiri ábyrgð á líðan sinni.
Þessi verkfæri hafa verið rannsökuð talsvert í hinu vestræna vísindasamfélagi á undanförnum árum og hafa fjölmargar niðurstöður sýnt fram á að þessir þættir, einir sér eða samtvinnaðir geta styrkt einstaklinga til að bæta heilsu sína og líðan. Iðkun getur m.a.:

  • minnkað streitu​
  • dregið úr einkennum kvíða og þunglyndis​
  • bætt minni​
  • haft gagnleg áhrif á athyglisbrest (ADHD)​
  • dregið úr verkjum​
  • stuðlað að betri lærdómsgetu​
  • dregið úr hættu á hjarta-og æðasjúkdómum​
  • styrkt ónæmiskerfið​
  • haft gagnleg áhrif í fíknimeðferð​
  • aukið leiðtogafærni​
  • hækkað sjálfsálit​
  • bætt samskipti við annað fólk
  • sjálfstiltrú (self-efficacy)
  • sjálfsábyrgð (causal attribution)
  • sálrænar grunnþarfir (autonomy, competence og relatedness)
  • hugrekki (psychological courage)
  • áhugahvöt

Núna er jákvæðri heilsueflingu á þessari önn lokið og má með sanni segja að fyrir mörgum hafi nýjar leiðir opnast til betra lífs og sjálfsábyrgðar. Það verður haldið áfram með þetta verkefni á næstu önn.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...