Jákvæð heilsuefling í FAS

26.nóv.2020

Síðustu þrjár vikur hafa nemendur í áfanganum HEIF1NH03 fengið tækifæri til að útvíkka upplifun sína og reynslu varðandi heilsueflingu. Þær Hulda og Lind hafa verið með krökkunum og kynnt fyrir þeim leiðir til að vinna markvisst að jákvæðri heilsueflingu, jafnt andlegri sem líkamlegri. Þessar leiðir eru markþjálfun, jóga, núvitund og leiðir jákvæðrar sálfræði. Öll þessi verkfæri hafa verið að fá meira vægi í samfélaginu og skólakerfinu síðustu ár.
Markmiðið þessara þriggja vikna var að kynna nemendum þessar mismunandi leiðir og verkfæri þannig að þeir þekki fleiri möguleika til að láta sér líða betur og gefa þeim þannig tækifæri til að taka meiri ábyrgð á líðan sinni.
Þessi verkfæri hafa verið rannsökuð talsvert í hinu vestræna vísindasamfélagi á undanförnum árum og hafa fjölmargar niðurstöður sýnt fram á að þessir þættir, einir sér eða samtvinnaðir geta styrkt einstaklinga til að bæta heilsu sína og líðan. Iðkun getur m.a.:

  • minnkað streitu​
  • dregið úr einkennum kvíða og þunglyndis​
  • bætt minni​
  • haft gagnleg áhrif á athyglisbrest (ADHD)​
  • dregið úr verkjum​
  • stuðlað að betri lærdómsgetu​
  • dregið úr hættu á hjarta-og æðasjúkdómum​
  • styrkt ónæmiskerfið​
  • haft gagnleg áhrif í fíknimeðferð​
  • aukið leiðtogafærni​
  • hækkað sjálfsálit​
  • bætt samskipti við annað fólk
  • sjálfstiltrú (self-efficacy)
  • sjálfsábyrgð (causal attribution)
  • sálrænar grunnþarfir (autonomy, competence og relatedness)
  • hugrekki (psychological courage)
  • áhugahvöt

Núna er jákvæðri heilsueflingu á þessari önn lokið og má með sanni segja að fyrir mörgum hafi nýjar leiðir opnast til betra lífs og sjálfsábyrgðar. Það verður haldið áfram með þetta verkefni á næstu önn.

Aðrar fréttir

Kaffiboð á Nýtorgi

Kaffiboð á Nýtorgi

Eins og margir vita er margs konar starfsemi í Nýheimum. Auk skólans er fjöldi starfsmanna í húsinu sem vinnur við alls konar verkefni og svo er aðstaða til að læra fyrir nemendur á háskólastigi sem eru í fjarnámi. Oft hefur verið talað um mikilvægi þess að "íbúar"...

10. bekkur heimsækir FAS

10. bekkur heimsækir FAS

Væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar komu í FAS í gær og var þetta í annað skiptið sem þeim er boðið hingað. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir þeim námsframboð skólans sem hefur verið endurskipulagt á þessu skólaári. Krakkarnir sýndu...

Þrammað með Mikka

Þrammað með Mikka

Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...