Nýnemadagur í FAS

28.ágú.2015

nynemadagur_tSíðustu ár hefur verið unnið markvisst af því í FAS að breyta móttöku nýrra nemenda. Í ár má segja að lokaskrefið hafi verið stigið og það sem áður kallaðist busavígsla heitir nú nýnemadagur.
Nemendaráð og hópur eldri nemenda sáu um að skipuleggja leiki þar sem eldri nemendum og nýnemum var blandað saman í lið og aðal markmiðið var að hafa gaman saman. Hvert lið hafði sérstakan lit og áttu liðin að leysa ýmsar þrautir og safna með því stigum. Sumar þrautirnar verða að teljast nokkuð óvenjulegar svo sem að lyfta ferðamanni eða að finna þjóðþekktan einstakling og taka mynd af hópnum með honum. Myndirnar voru settar á Instagram og er hægt að skoða þær á heimasíðu skólans á þessari slóð. Að leik loknum var boðið upp á grillaða hamborgara og nýnemum síðan afhentar rósir til að bjóða þá velkomna í skólann.
Leikurinn tókst ljómandi vel og ekki annað að sjá að allir hafi skemmt sér vel. Það verður síðan tilkynnt hvaða lið bar sigur úr býtum á nýnemaballi í næstu viku.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp nýnema í FAS með forseta og varaforseta nemendafélagsins. Þó er vert að geta þess að í dag vantaði allmarga nýnema sem voru fjarverandi af ýmsum ástæðum.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...