ADVENT- Boð á rafræna ráðstefnu

02.nóv.2020

FAS hefur síðastliðin þrjú ár leitt Erasmus+ námsverkefnið ADVENT, Adventure tourism  in Vocational Education and Training. Eftir þriggja ára áhugaverða vinnu við verkefnið og frestanna vegna COVID-19 er nú að koma að lokaráðstefnu verkefnisins. Upphaflega átti ráðstefnan að vera með því sniði að á hana kæmu gestir, bæði úr hópi finnsku og skosku samstarfsaðilanna og eins aðila úr nærsamfélaginu.

Vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 hefur skapað verður þessi ráðstefna rafræn og haldin í gegnum Teams fjarfundarkerfið föstudaginn 6. nóvember kl. 09:00 – 12:20.

Áhugaverðir fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni og greint verður frá tilgangi, uppbyggingu og afrakstri verkefnisins. Fundurinn fer fram í gegnum Teams og eru áhugasamir ráðstefnugestir hvattir til að skrá sig til leiks með því að senda póst á info@adventureedu.eu fyrir fimmtudaginn 5. nóvember og taka virkan þátt í umræðum.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar

Aðrar fréttir

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðanámskeið framhaldshópsins í fjallamennskunámi FAS var haldið á Dalvík, 21.-26. febrúar. Eins og fram hefur komið hafa snjóaðstæður á landinu verið heldur fátæklegar og snjóalög erfið. Því var meiri áhersla lögð á leiðsögn, undirbúning, veður og skipulag á...

Hárið frumsýnt á laugardag

Hárið frumsýnt á laugardag

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur...

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Veturinn hefur verið á undanhaldi þetta árið en lét þó sjá sig þá daga sem fjallaskíðanámskeiðið var haldið og nemendur fengu góðan snjó flesta dagana en það námskeið var haldið 7.-10. mars 2025. Þó að snjóþekjan væri ansi þunn í neðri hluta fjalla þá var hægt að...