ADVENT- Boð á rafræna ráðstefnu

02.nóv.2020

FAS hefur síðastliðin þrjú ár leitt Erasmus+ námsverkefnið ADVENT, Adventure tourism  in Vocational Education and Training. Eftir þriggja ára áhugaverða vinnu við verkefnið og frestanna vegna COVID-19 er nú að koma að lokaráðstefnu verkefnisins. Upphaflega átti ráðstefnan að vera með því sniði að á hana kæmu gestir, bæði úr hópi finnsku og skosku samstarfsaðilanna og eins aðila úr nærsamfélaginu.

Vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 hefur skapað verður þessi ráðstefna rafræn og haldin í gegnum Teams fjarfundarkerfið föstudaginn 6. nóvember kl. 09:00 – 12:20.

Áhugaverðir fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni og greint verður frá tilgangi, uppbyggingu og afrakstri verkefnisins. Fundurinn fer fram í gegnum Teams og eru áhugasamir ráðstefnugestir hvattir til að skrá sig til leiks með því að senda póst á info@adventureedu.eu fyrir fimmtudaginn 5. nóvember og taka virkan þátt í umræðum.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...