Vísindadagar í FAS

29.okt.2020

Í gær og í dag hafa árlegir vísindadagar staðið yfir í FAS. Þá leggja nemendur hefðbundið nám til hliðar og fást við annað afmarkað efni. Viðfangsefni að þessu sinni eru farsóttir og hamfarir og áhrif slíkra viðburða á samfélagið. Þó var ákveðið að það ætti ekki að fjalla um COVID-19 enda heyrum við nóg um það alla daga.
Eins og undanfarið eru nemendur í bekkjum en gátu valið hvort þeir myndu vinna í hópum eða einir. Þegar búið var að velja viðfangsefni þurfti að afmarka efni, afla heimilda og ákveða hvernig á að kynna verkefnið. Verkefnin munu birtast á vef FAS þegar þau eru tilbúin.
Vísindadögum lauk formlega í dag með kaffisamsæti þar sem Hafdís töfraði fram alls kyns kræsingar sem voru gerð góð skil.
Aðstæður undanfarnar vikur hafa verið afar krefjandi en nemendur hafa staðið sig einstaklega vel. Það hefur því verið ákveðið að það verði ekki kennsla á morgun, föstudag, en í stað þess fái allir langa helgi. Þá geta allir hvílt sig aðeins og safnað kröftum fyrir síðustu vikurnar á önninni.

Aðrar fréttir

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðanámskeið framhaldshópsins í fjallamennskunámi FAS var haldið á Dalvík, 21.-26. febrúar. Eins og fram hefur komið hafa snjóaðstæður á landinu verið heldur fátæklegar og snjóalög erfið. Því var meiri áhersla lögð á leiðsögn, undirbúning, veður og skipulag á...

Hárið frumsýnt á laugardag

Hárið frumsýnt á laugardag

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur...

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Veturinn hefur verið á undanhaldi þetta árið en lét þó sjá sig þá daga sem fjallaskíðanámskeiðið var haldið og nemendur fengu góðan snjó flesta dagana en það námskeið var haldið 7.-10. mars 2025. Þó að snjóþekjan væri ansi þunn í neðri hluta fjalla þá var hægt að...