Vísindadagar í FAS

29.okt.2020

Í gær og í dag hafa árlegir vísindadagar staðið yfir í FAS. Þá leggja nemendur hefðbundið nám til hliðar og fást við annað afmarkað efni. Viðfangsefni að þessu sinni eru farsóttir og hamfarir og áhrif slíkra viðburða á samfélagið. Þó var ákveðið að það ætti ekki að fjalla um COVID-19 enda heyrum við nóg um það alla daga.
Eins og undanfarið eru nemendur í bekkjum en gátu valið hvort þeir myndu vinna í hópum eða einir. Þegar búið var að velja viðfangsefni þurfti að afmarka efni, afla heimilda og ákveða hvernig á að kynna verkefnið. Verkefnin munu birtast á vef FAS þegar þau eru tilbúin.
Vísindadögum lauk formlega í dag með kaffisamsæti þar sem Hafdís töfraði fram alls kyns kræsingar sem voru gerð góð skil.
Aðstæður undanfarnar vikur hafa verið afar krefjandi en nemendur hafa staðið sig einstaklega vel. Það hefur því verið ákveðið að það verði ekki kennsla á morgun, föstudag, en í stað þess fái allir langa helgi. Þá geta allir hvílt sig aðeins og safnað kröftum fyrir síðustu vikurnar á önninni.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...