Rafræn ráðstefna í FAS

17.nóv.2020

Lokaráðstefna ADVENT var haldin sem netráðstefna 6. nóvember 2020. Ráðstefnan fór fram í gegnum Teams og var hún tekin upp með það að markmiði að birta upptökuna á heimasíðu verkefnisins.

Þátttakendur á ráðstefnunni voru frá samstarfslöndunum, Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Þegar fjöldi þátttakenda var mestur voru 28 tölvur tengdar og í sumum tilfellum voru fleiri en einn á bak við hverja tengingu.

Áhugaverð erindi voru flutt á ráðstefnunni og verkefnið og námskeiðin sem þróuð voru á verkefnatímanum voru kynnt. Umræður fóru fram í lok ráðstefnunnar og kom þar fram almenn ánægja með afrakstur verkefnisins og þau tengsl sem hafa myndast á milli skóla, rannsóknarstofnanna og ferðaþjónustufyrirtækja, jafnt innanlands sem og á milli landa.

Ýmsir tæknilegir örðugleikar settu mark sitt á ráðstefnuna og vantar t.d. nokkrar mínútur fremst og aftast á upptökuna. Beðist er velvirðingar á því en upptakan er nú aðgengileg á vefsíðu ADVENT; http://adventureedu.eu/is/news/41

ADVENT verkefninu lýkur í lok desember en erlenda samstarfið í FAS heldur áfram, kannski ekki af þeim krafti sem við hefðum helst viljað og er ástæðan COVID-19.

Í gangi eru samt fjögur önnur erlend verkefni; Promount – Aukin fagmennska í fjallamennskunámi sem er náms- og þjálfunarverkefni, DETOUR – Destinations: Wellbeing Tourism Oppertunities for Regions sem er verkefni tengt uppbyggingu í ferðaþjónustu, Menningartengda nemendaskiptaverkefnið Cultural Heretage in the Context of Students Carriers og nemendaskiptaverkefnið Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway þar sem unnið í nærumhverfi þátttökulandanna.

FAS vinnur að því að efla erlend samskipti enn frekar og er skólinn nú með umsókn hjá Erasmus+ varðandi leiðir til einfaldara aðgengis að náms- og þjálfunarverkefnum fyrir bæði nemendur og starfsfólk skólans.

[modula id=“10895″]

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...