Listsköpun í Vöruhúsinu

27.okt.2020

Það má sannarlega segja að það hafi verði líflegt í Vöruhúsinu um nýliðna helgi en dagana 24. og 25. október var komið að fyrri hluta námskeiðs á lista- og menningarsviði þar sem fengist var við málun, teiknun, ljósmyndun og myndvinnslu. Þátttakendur í námskeiðinu eru bæði nemendur í FAS sem eru á lista- og menningarsviði en einnig aðrir áhugasamir í samfélaginu. Sautján nemendur sóttu námskeiðið um síðustu helgi.
Nemendur gátu valið á milli tveggja hópa. Annar hópurinn fékkst við ljósmyndun og myndvinnslu en hinn teiknaði og málaði uppstillingu. Báðir hóparnir voru mjög áhugasamir og unnu vel. Það var ekki að sjá að ólíkur aldur og bakgrunnur skipti máli og vinnugleðin var allsráðandi. Seinni hluti námskeiðsins verður helgina 31. október og 1. nóvember og þá er ætlunin að ljúka verkefnunum. Hægt er að skoða myndir frá námskeiðinu á instagramsíðu lista- og menningarsviðs.

Aðrar fréttir

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á...

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðanámskeið framhaldshópsins í fjallamennskunámi FAS var haldið á Dalvík, 21.-26. febrúar. Eins og fram hefur komið hafa snjóaðstæður á landinu verið heldur fátæklegar og snjóalög erfið. Því var meiri áhersla lögð á leiðsögn, undirbúning, veður og skipulag á...

Hárið frumsýnt á laugardag

Hárið frumsýnt á laugardag

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur...