Það má sannarlega segja að það hafi verði líflegt í Vöruhúsinu um nýliðna helgi en dagana 24. og 25. október var komið að fyrri hluta námskeiðs á lista- og menningarsviði þar sem fengist var við málun, teiknun, ljósmyndun og myndvinnslu. Þátttakendur í námskeiðinu eru bæði nemendur í FAS sem eru á lista- og menningarsviði en einnig aðrir áhugasamir í samfélaginu. Sautján nemendur sóttu námskeiðið um síðustu helgi.
Nemendur gátu valið á milli tveggja hópa. Annar hópurinn fékkst við ljósmyndun og myndvinnslu en hinn teiknaði og málaði uppstillingu. Báðir hóparnir voru mjög áhugasamir og unnu vel. Það var ekki að sjá að ólíkur aldur og bakgrunnur skipti máli og vinnugleðin var allsráðandi. Seinni hluti námskeiðsins verður helgina 31. október og 1. nóvember og þá er ætlunin að ljúka verkefnunum. Hægt er að skoða myndir frá námskeiðinu á instagramsíðu lista- og menningarsviðs.
Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS
Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á...