Teams og fjarkennsla fimmtudag og föstudag

24.sep.2020

Nú er vitað að það er komið upp annað smit í sveitarfélaginu okkar. Á meðan það er verið að skoða stöðuna hefur verið ákveðið í FAS að bjóða upp á fjarkennslu í flestum áföngum í dag, fimmtudag og á morgun föstudag. Í einhverjum tilvikum verður þó um staðkennslu að ræða og mun hver kennari hafa samband við sína nemendur og láta vita nánar um tilhögun.
Nemendur sem vilja mega koma og vinna í skólanum en þurfa þá að sjálfsögðu að fylgja öllum reglum um grímunotkun, fjarlægðarmörk og öðrum reglum um sóttvarnir. Veitingasalan verður lokuð í dag og á morgun en opnar aftur á mánudag.
Á mánudag verður staðkennsla með grímur í húsi líkt og var í gær miðvikudag. Líklegt er að það skipulag vari fram eftir næstu viku.
Við hvetjum alla til að fara vel með sig og huga vel að eigin líðan.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...