Skrifstofa skólans verður lokið frá og með 19. júní og til 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Hægt er að sækja um nám á vef skólans og verður þeim umsóknum svarað í byrjun ágúst. Ef einhver hefur sérstakar fyrirspurnir má hafa samband við skólameistara í síma 860 29 58 eða á eyjo@fas.is.
Skólinn verður settur 18. ágúst klukkan 10 í Nýheimum og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 21. ágúst. Stundatöflu og upplýsingar um bækur er að finna í Innu eftir 15. ágúst.
Í þessari viku bárust þau ánægjulegu tíðindi að umsókn FAS um styrk til þróunar náms í afþreyingarferðaþjónustu hefur verið samþykkt. Ásamt FAS koma Ríki Vatnajökuls og Háskólasetrið að umsókninni að hálfu Íslands en auk þess eru sambærilegir aðilar í Finnlandi og Skotlandi. Vinna við verkefnið hefst í haust og mun standa yfir í þrjú ár. Það eru því spennandi tímar framundan í þróun náms í ferðaþjónustu.
Bestu óskir um gleðilegt sumar!
Starfsfólk FAS í LO nr. VII í Póllandi.
Í síðustu viku var lunginn úr starfsliði FAS í Póllandi. Lengst var dvalið í borginni Wroclaw en FAS hefur verið þar í samstarfi við skólann Liceum Ogólnokształcące nr VII (LO nr. VII) undanfarin tvö ár og hafa 29 nemendur úr FAS farið í heimsókn þangað og 34 pólskir nemendur hafa heimsótt Ísland.
Ástæða heimsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að huga að lokaskýrslum fyrir samskiptaverkefnið og hins vegar að kynna sér pólska skóla og skólakerfið. Farið var í heimsókn í tvo skóla; LO nr. VII sem er hefðbundinn menntaskóli sem undirbýr nemendur fyrst og fremst fyrir háskólanám. Hinn skólinn, Zespól Szkól Plastycznych er framhaldsskóli sem býður upp á fjölbreytt listnám.
Ferðin til Póllands var hin ágætasta og um leið lærdómsrík því það er alltaf gott að sjá hvernig aðrir vinna.
Skrifstofa FAS er lokuð 5. – 9. júní vegna námsferðar starfsmanna til Póllands. Menningarmiðstöðin mun svara í síma skólans og taka við skilaboðum.
Hægt er að sækja um skólavist á vef skólans. Upplýsingar um nám í fjallamennsku veitir Hulda Laxdal í síma 864 49 52 og á hulda@fas.is. Kristján Örn Ebenezarson veitir upplýsingar um allt annað nám, annað hvort í síma 866 45 75 eða á kristjane@fas.is.
Skrifstofan opnar aftur 12. júní og verður opin fram yfir miðjan mánuð.
Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 19 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi og fjórir nemendur ljúka A-stigi vélstjórnar.
Nýstúdentar eru: Adisa Mesetovic, Anna Birna Elvarsdóttir, Anna Soffía Ingólfsdóttir, Berglind Óttarsdóttir, Birkir Freyr Elvarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagur Snær Guðmundsson, Elín Ása Heiðarsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir, Helga Guðrún Kristjánsdóttir, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Jón Guðni Sigurðsson, Lilja Karen Björnsdóttir, Mirza Hasecic, Petra Augusta Pauladóttir, Sigmar Þór Sævarsson, Sigrún Birna Steinarsdóttir, Sævar Örn Kristjánsson og Þórdís Gunnarsdóttir.
Gísli Skarphéðinn Jónsson lýkur framhaldsskólaprófi og af A-stigi vélstjórnar úskrifast: Eggert Helgi Þórhallsson, Gunnar Örn Olgeirsson, Hjörvar Ingi Hauksson og Rannver Olsen.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Hafdís Lára Sigurðardóttir.
Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni.
Laugardaginn 27. maí næst komandi verða útskrifaðir stúdentar og nemendur af framhaldsskólabraut og vélstjórnarbraut frá FAS. Athöfnin verður í Nýheimum og hefst klukkan 14:00. Þeir sem eiga útskriftarafmæli eru sérstaklega velkomnir.
Allir eru velkomnir á athöfnina á meðan húsrúm leyfir.
Arndís Ósk og Sóley Lóa forsetar næsta skólaárs.
Þó svo að skóla sé að ljúka á næstu vikum þarf strax að fara að huga að starfi næsta skólaárs. Eitt af því sem þarf að liggja fyrir eru hverjir gegna ábyrgðarstöðum í nemendafélaginu. Þar eru störf forseta og varaforseta mikilvægust því þeir leiða félagsstarf nemenda.
Í þessari viku voru forseti og varaforseti fyrir komandi skólaár kjörnir. Það eru þær Arndís Ósk Magnúsdóttir og Sóley Lóa Eymundsdóttir sem hlutu kosningu og mun Arndís taka að sér embætti forseta og Sóley Lóa mun standa henni við hlið sem varaforseti nemendafélagisns.
Við í FAS óskum þeim til hamingju með kosninguna og hlökkum til að fylgjast með störfum þeirra næsta vetur.