Fyrsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi.
Þegar skólastarf er komið af stað er gjarnan margt um manninn í Nýheimum og má ætla að vel á annað hundrað manns séu í húsi virka daga. Í fyrra var ákveðið að hafa sameiginlega viðburði allra í húsinu til að fólk myndi kynnast og átta sig betur á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fer fram í húsinu daglega. Auðveldasta leiðin til fá fólk saman er að bjóða upp á góðgjörðir og í fyrra var íbúum hússins skipt upp í fjóra hópa og stóð hver hópur fyrir sameiginlegum kaffitíma allra einu sinni á önn.
Þetta mæltist svo vel fyrir að það hefur verið ákveðið að halda þessum sameiginlegum stundum áfram og var fyrsta boð í morgun. Það var í boði Frumkvöðlagangs að þessu sinni. Borðin svignuðu undan kræsingum sem runnu ljúflega í maga.
Við þetta tækifæri kynnti Eyjólfur fyrirkomulag á veitingasölu vetrarins en hægt verður að fá mat bæði í áskrift og eins með því að kaupa 10 miða kort. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um veitingasöluna geta haft samband við Eyjólf.
Hópmynd í lok gönguferðar.
Það var föngulegur hópur sem steig upp í rútu núna í morgun og samanstóð hópurinn bæði af nemendum og kennurum. Ferðinni var heitið inn að Lindabakka en búið var að ákveða að ganga þaðan upp Krossbæjarskarð og yfir að réttinni í Laxárdal.
Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að bjóða nýnema velkomna í skólann. Á gönguferð sem þessari geta nemendur bæði eldri og yngri og svo kennarar blandað geði og kynnst á öðrum vettvangi en í skólastofunni. Ekki spillti fyrir að veður var ljómandi gott og fjörðurinn okkar skartaði sínu fegursta.
Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk ljómandi vel og allir sáttir. Þegar hópurinn kom til baka í Nýheima var búið að grilla hamborgara sem voru gerð góð skil enda allir orðnir svangir eftir útiveruna.
[modula id=“9758″]
Skólasetning í FAS
Skólastarf haustannar í FAS hófst formlega í morgun með skólasetningu. Í kjölfarið voru svo umsjónarfundir þar sem nemendur skoðuðu stundatöflur sínar og skipulag annarinnar nánar. Kennsla hefst svo á morgun þriðjudag samkvæmt stundaskrá. Bókalista er hægt að skoða hér og eru bækurnar komnar í sölu hjá Menningarmiðstöðinni.
Það er margt framundan. Næsta miðvikudag verða námsbækurnar settar til hliðar og fara bæði nemendur og kennarar í gönguferð. Að henni lokinni verður grillað. Þessi dagur er sérstaklega helgaður nýnemum og kemur í stað þess sem áður var kallað busavígsla.
Í næstu viku verða svo upplýsingafundir fyrir foreldra.
Þó kennsla hefjist á morgun er enn hægt að skrá sig í nám. Tekið er við skráningum til 24. ágúst en auðvitað er best að skrá sig sem fyrst. Námsframboð haustannar má finna hér.
Nú ættu allir nemendur sem hafa sótt um skólavist fengið bréf með helstu upplýsingum um skólann og skólastarfið á komandi haustönn.
Skrifstofa skólans verður lokið frá 19. júní til 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Hægt er að sækja um nám á vef skólans og verður þeim umsóknum svarað strax eftir sumarfrí. Ef einhver hefur sérstakar fyrirspurnir má hafa samband við skólameistara í síma 860 29 58 eða á eyjo@fas.is.
Skólasetning og umsjónarfundur verður mánudaginn 20. ágúst klukkan 10:00 á sal skólans og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 21. ágúst. Stundatöflu og upplýsingar um bækur er að finna á vef skólans eftir 15. ágúst.
Bestu óskir um gleðilegt sumar!
Álftatalningaferð í Lóni.
Á næsta starfsári verður boðið upp á nám í sérgreinum lyfjatæknibrautar í FAS í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ). Námið er byggt á samstarfssamningi FÁ og Fjarmenntaskólans. Skipulag námsins miðar við að hægt sé að stunda það samhliða vinnu. Gert er ráð fyrir að á hverri önn séu teknar 14 – 20 einingar í alls átta annir. Um 2/3 námsins er sett upp sem fjarnám en þriðjungur er í staðbundnum lotum í FÁ og í fjarnámi. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Enn er hægt að sækja um fjallamennskunám en það er aðallega nám á vettvangi fyrir útivistarfólk og fagfólk í ferðaþjónustu. Opið er fyrir skráningar til 24. ágúst en best að skrá sig sem fyrst. Upplýsingar um nám í fjallamennsku er að finna hér.
FAS hefur undanfarin ár lagt sífellt meiri áherslu á að koma til móts við mismundandi þarfir nemenda sinna. Það er meðal annars gert með miklu framboði á fjarnámi og nú er svo komið að hægt er að taka langflesta áfanga skólans á þann hátt. Í fjarnámi er lögð áhersla á að sinna nemendum sem hafa ekki tök á að mæta reglulega í tíma en vilja ljúka stúdentsprófi. Allir áfangar eru settir upp á vefnum. Kennsluáætlanir fyrir næstu önn eru nú þegar aðgengilegar á vef skólans. Þá eru engin lokapróf en í stað þeirra er lokamat sem skiptist í námsmöppu og lokamatsviðtal. Upplýsingar um fjarnám í FAS er að finna hér.
Útskrift frá FAS 2018
Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 14 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, fjórir útskrifast af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifast úr tækniteiknun og fimm nemendur af sjúkraliðabraut.
Nýstúdentar eru: Amalía Petra Duffield, Ágúst Máni Aðalsteinsson, Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Hildur Ósk Hansdóttir Christensen, Ísabella Ævarsdóttir, Janus Gilbert Stephensson, Júlía Þorsteinsdóttir, Kristófer Laufar Hansson, Lukka Óðinsdóttir, Ólöf María Arnarsdóttir, Patrycja Rutkowska, Sigurbjörg Karen Hákonardóttir, Sólveig Ýr Jónsdóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir.
Af fisktæknibraut útskrifast: Pálmi Snær Brynjúlfsson, Sigrún Stefanía Ingólfsdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir og Skúli Ingólfsson.
Auðbjörn Atli Ingvarsson útskrifast af framhaldsskólabraut. Birkir Atli Einarsson útskrifast úr fjallamennskunámi og Rannveig Einarsdóttir úr tækniteiknun.
Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir, Inga Jenný Reynisdóttir, Mahder Zewdu Kebede og Stefanía Hilmarsdóttir útskrifast af sjúkraliðabraut frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ágúst Máni Aðalsteinsson.
Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni.
[modula id=“9757″]