Skólastarf haustannar hafið í FAS

Skólasetning í FAS

Skólastarf haustannar í FAS hófst formlega í morgun með skólasetningu. Í kjölfarið voru svo umsjónarfundir þar sem nemendur skoðuðu stundatöflur sínar og skipulag annarinnar nánar. Kennsla hefst svo á morgun þriðjudag samkvæmt stundaskrá. Bókalista er hægt að skoða hér og eru bækurnar komnar í sölu hjá Menningarmiðstöðinni.
Það er margt framundan. Næsta miðvikudag verða námsbækurnar settar til hliðar og fara bæði nemendur og kennarar í gönguferð. Að henni lokinni verður grillað. Þessi dagur er sérstaklega helgaður nýnemum og kemur í stað þess sem áður var kallað busavígsla.
Í næstu viku verða svo upplýsingafundir fyrir foreldra.
Þó kennsla hefjist á morgun er enn hægt að skrá sig í nám. Tekið er við skráningum til 24. ágúst en auðvitað er best að skrá sig sem fyrst. Námsframboð haustannar má finna hér.

Sumarfrí og upphaf haustannar

Nú ættu allir nemendur sem hafa sótt um skólavist fengið bréf með helstu upplýsingum um skólann og skólastarfið á komandi haustönn.
Skrifstofa skólans verður lokið frá 19. júní til 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Hægt er að sækja um nám á vef skólans og verður þeim umsóknum svarað strax eftir sumarfrí. Ef einhver hefur sérstakar fyrirspurnir má hafa samband við skólameistara í síma 860 29 58 eða á eyjo@fas.is.

Skólasetning og umsjónarfundur verður mánudaginn 20. ágúst  klukkan 10:00 á sal skólans og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 21. ágúst. Stundatöflu og upplýsingar um bækur er að finna á vef skólans eftir 15. ágúst.

Bestu óskir um gleðilegt sumar!

Fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í námi

Álftatalningaferð í Lóni.

Álftatalningaferð í Lóni.

Á næsta starfsári verður boðið upp á nám í sérgreinum lyfjatæknibrautar í FAS í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ). Námið er byggt á samstarfssamningi FÁ og Fjarmenntaskólans. Skipulag námsins miðar við að hægt sé að stunda það samhliða vinnu. Gert er ráð fyrir að á hverri önn séu teknar 14 – 20 einingar í alls átta annir. Um 2/3 námsins er sett upp sem fjarnám en þriðjungur er í staðbundnum lotum í FÁ og í fjarnámi. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Enn er hægt að sækja um fjallamennskunám en það er aðallega nám á vettvangi fyrir útivistarfólk og fagfólk í ferðaþjónustu. Opið er fyrir skráningar til 24. ágúst en best að skrá sig sem fyrst. Upplýsingar um nám í fjallamennsku er að finna hér.

FAS hefur undanfarin ár lagt sífellt meiri áherslu á að koma til móts við mismundandi þarfir nemenda sinna. Það er meðal annars gert með miklu framboði á fjarnámi og nú er svo komið að hægt er að taka langflesta áfanga skólans á þann hátt. Í fjarnámi er lögð áhersla á að sinna nemendum sem hafa ekki tök á að mæta reglulega í tíma en vilja ljúka stúdentsprófi. Allir áfangar eru settir upp á vefnum. Kennsluáætlanir fyrir næstu önn eru nú þegar aðgengilegar á vef skólans. Þá eru engin lokapróf en í stað þeirra er lokamat sem skiptist í námsmöppu og lokamatsviðtal. Upplýsingar um fjarnám í FAS er að finna hér.

 

 

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS 2018

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 14 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, fjórir útskrifast af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifast úr tækniteiknun og fimm nemendur af sjúkraliðabraut.
Nýstúdentar eru: Amalía Petra Duffield, Ágúst Máni Aðalsteinsson, Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Hildur Ósk Hansdóttir Christensen, Ísabella Ævarsdóttir, Janus Gilbert Stephensson, Júlía Þorsteinsdóttir, Kristófer Laufar Hansson, Lukka Óðinsdóttir, Ólöf María Arnarsdóttir, Patrycja Rutkowska, Sigurbjörg Karen Hákonardóttir, Sólveig Ýr Jónsdóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir.
Af fisktæknibraut útskrifast: Pálmi Snær Brynjúlfsson, Sigrún Stefanía Ingólfsdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir og Skúli Ingólfsson.
Auðbjörn Atli Ingvarsson útskrifast af framhaldsskólabraut. Birkir Atli Einarsson útskrifast úr fjallamennskunámi og Rannveig Einarsdóttir úr tækniteiknun.
Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir, Inga Jenný Reynisdóttir, Mahder Zewdu Kebede og Stefanía Hilmarsdóttir útskrifast af sjúkraliðabraut frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ágúst Máni Aðalsteinsson.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni.

[modula id=“9757″]

Úskrift frá FAS á morgun, 26. maí

Á morgun fer fram útskrift frá FAS og að venju fer hún fram í Nýheimum. Að þessu sinni er útskriftarhópurinn fjölbreyttur en auk stúdenta verða útskrifaðir nemendur af framhaldsskólabraut, úr fjallamennskunámi, tækniteiknun, vélstjórn og af sjúkraliðabraut.
Athöfnin hefst klukkan 14 og allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir.

Stjanað við útskriftarnemendur

Morgunverður fyrir útskriftarnemendur.

Þegar fólk mætti til vinnu í morgun í Nýheimum tók á móti þeim matarilmur og angan af nýuppáhelltu kaffi. Ástæðan var sú að búið var að bjóða væntanlegum útskriftarefnum í FAS í morgunverð en það hefur verið gert undanfarin ár og mælst vel fyrir. Kennarar mættu því nokkru fyrr en venjulega og steiktu beikon og eggjahræru, skáru niður ávexti, helltu upp á kaffi og röðuðu svo herlegheitunum upp.

Allir tóku vel til matar síns og við sama tækifæri var lagið tekið. Það styttist nefnilega í útskrift og þá þurfa allir að kannast við skólasöng FAS og gamlan evrópskan stúdentasöng sem er sunginn upp á bæði latínu og íslensku.
Útskrift fer fram frá FAS laugardaginn 26. maí og hefst klukkan 14 og vonumst við til að sjá sem flesta þar.

[modula id=“9756″]