Foreldrafundur í FAS frestast

Samkvæmt dagatali skólans hefði átt að vera foreldrafundur á morgun, 31. ágúst. Þar sem skólameistari er þessa vikuna með nemendur á Ítalíu að þá frestast fundurinn um eina viku. Hann verður haldinn 7. september. Dagskrá fyrir fundinn verður send síðar í tölvupósti.

Vel heppnaður nýnemadagur

Í dag var haldinn nýnemadagur í FAS til þess að bjóða nýja nemendur velkomna í skólann. Það var nemendaráð sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja dagskrána. Nemendum var skipt í hópa og átti hver hópur að safna stigum með því að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir, t.d. hoppa í sjóinn, betla mat, skríða inni í Nettó, taka myndir með einkennisklæddum, lita á sér hárið og fleira. Fyrir hverja þraut fengust ákveðið mörg stig. Markmiðið var að safna sem flestum stigum. Það var þó ekki upplýst í dag hverjir náðu að safna flestum stigum. Það verður gert á nýnemaballi sem verður haldið síðar í þessum mánuði.

Eftir stigaleikinn voru grillaðir hamborgarar og skólasöngur FAS var spilaður á Nýtorgi. Leikurinn fékk nemendur sem þekkjast lítið til að vinna saman og allir tóku þátt í sprellinu og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta. Við þökkum nemendaráði kærlega fyrir þeirra aðkomu að þessum skemmtilega degi.

Nýnemadagurinn í FAS

Á morgun, miðvikudaginn 30. ágúst verður dagurinn helgaður nýnemum. Það er ekki hefðbundin kennsla en allir eiga að mæta í skólann klukkan 8:30. Það er nemendafélag skólans sem hefur skipulagt dagskrá fyrir daginn. Í hádeginu býður skólinn til hamborgaraveislu fyrir nemendur og starfsfólk.

Eftir hádegi verður félagslíf skólans kynnt og þá verður hægt að skrá sig í klúbba. Það er mikilvægt að allir taki þátt í félagslífi skólans svo það verði blómlegt.

Mætum öll kát og hress í skólann á morgun og höfum gaman saman.

Skólastarf haustannar hafið

Það var þétt setinn bekkurinn í fyrirlestrasal Nýheima í morgun þegar skólinn var settur. Lind skólameistari ávarpaði hópinn, bauð alla velkomna og stiklaði á stóru í starfinu framundan. Að því loknu fluttu staðnemendur sig á Nýtorg en nemendur í fjallanámi héldu áfram í fyrirlestrasalnum. Á báðum stöðum var farið yfir það mikilvægasta í upphafi skólaárs. Klukkan 13 í dag verður tækniaðstoð fyrir nemendur í stofu 204 og hvetjum við alla til að mæta þangað sem ekki eru komnir inn í kerfi skólans.

Á morgun verður kennt eftir svokallaðri hraðtöflu og með því móti næst að fara stuttlega yfir alla áfanga sem eru í boði. Á mánudag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Það var gaman að sjá hversu margir mættu í morgun og bjóðum alla velkomna til starfa.

Skólasetning og upphaf kennslu

Skólastarf haustannar hefst fimmtudaginn 24. ágúst næstkomandi þegar skólinn verður settur í fyrirlestrasal Nýheima klukkan 10. Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína og það verður farið yfir það mikilvægasta í skólastarfinu fram undan.

Þann 25. ágúst verður kennt eftir svokallaðri „hraðtöflu“ en þá hitta kennarar í hverjum áfanga nemendahópa sína í 20 mínútur og þá verður farið yfir skipulag annarinnar. Kennslan eftir hraðtöflu hefst klukkan 8:30 á föstudag.

Ef það eru einhverjir sem eru að velta fyrir sér að fara í nám hvetjum við þá til að skoða námsframboð skólans og hægt er að sækja um nám hér. Best er að sækja um nám sem fyrst en skráningu á haustönnina lýkur 1. september.

Við hlökkum til að hittast á ný eftir sumarið og erum spennt fyrir nýrri önn.

Sumarfrí og upphaf haustannar

Nú er störfum síðasta skólaárs að ljúka og starfsfólk farið í sumarfrí. Skrifstofa skólans opnar aftur miðvikudaginn 9. ágúst.

Ef einhverjir eru að velta fyrir sér að fara í nám í haust er hægt að skoða upplýsingar um námsframboð á vef skólans og þar er einnig hægt að sækja um nám. Það er hægt að hafa samband við Lind skólameistara í sumarfríinu ef erindið er brýnt (lind@fas.is og 615 32 09).

Við vonum að allir eigi gott og gefandi sumar.