Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the modern-events-calendar-lite domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the google-analytics-dashboard-for-wp domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Fréttir | FAS

Gaman saman á nýnemadegi

Tíminn eftir hádegi í dag var helgaður nýnemum. Eldri nemendur voru búnir að undirbúa dagskrá sem miðaði að því allir myndu kynnast og hafa gaman saman.

Öllum nemendum var skipt í nokkra hópa og þurfti hver hópur að leysa ýmis verkefni og vinna sér um leið inn stig. Áður en hóparnir héldu af stað var boðið upp á pylsur svo allir hefðu næga orku í verkefnið fram undan. Hver hópur þurfti að fara á nokkra staði til að leysa þrautir og um leið og hver þraut var leyst þurfti að taka mynd til að hafa sönnun. Líklega hafa einhverjir séð þegar hóparnir voru á vappi um bæinn eftir hádegi.

Allir eru sammála um að vel hafi tekist til og nemendur náðu að kynnast ágætlega. Á morgun hefst svo kennsla samkvæmt stundaskrá. Í meðfylgjandi frétt má sjá nokkrar myndir og hvað hóparnir þurftu að gera.

 

Skólasetning og byrjun kennslu

Skólastarf haustannarinnar hófst formlega í morgun þegar staðnemendur mættu. Lind skólameistari bauð alla velkomna og fór yfir nokkur mikilvæg atriði er varða komandi önn. Kristján áfangastjóri tók því næst við með nokkur orð. Í kjölfarið voru fundir með umsjónarkennurum. Eftir hádegi var stutt námskeið þar sem sérstaklega nýnemar voru aðstoðaðir við að komast inn í kerfi skólans.

Á morgun, miðvikudag verður kennt eftir svokallaðri hraðtöflu þar sem farið er yfir kennsluáætlanir og skipulag áfanga sem eru í boði á haustönninni. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá á fimmtudag. Bóksalan er líkt og verið hefur á bókasafninu í Nýheimum og opnaði í dag klukkan 13. Fjarnemendur ættu líka að hafa fengið póst í þeim áföngum sem þeir eru skráðir í.

Á morgun mæta líka nemendur í fjallamennsku í hús og þá má segja að skólastarf sé komið á fullt.

Það er gaman að sjá meira líf í Nýheimum og heyra skvaldur og skraf nemenda okkar.

Styttist í skólabyrjun

Nú er heldur betur farið að styttast í það að skólastarf haustannarinnar hefjist.

Skólasetning verður þriðjudaginn 20. ágúst í fyrirlestrarsal Nýheima og hefst klukkan 10:30. Að skólasetningu lokinni munu nemendur eiga fund með sínum umsjónarkennurum í stofum á efri hæð skólans. Nánari upplýsingar um fundina verða veittar á skólasetningu.

Það er enn hægt að skrá sig í nám á haustönninni. Upplýsingar um námsframboð er að finna á vef skólans og þar er líka hægt að skrá sig. Best er að skrá sig sem fyrst.

Við hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku.

Sumarfrí og upphaf haustannar

Þessa dagana er störfum síðasta skólaárs að ljúka og starfsfólk á leið í sumarfrí. Skrifstofa skólans opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst. Skólinn verður settur þann 20. ágúst og kennsla hefst 21. ágúst

Ef einhverjir eru að velta fyrir sér að fara í nám í haust er hægt að skoða upplýsingar um námsframboð á vef skólans og þar er einnig hægt að sækja um nám. Það er hægt að hafa samband við Lind skólameistara í sumarfríinu ef erindið er brýnt (lind@fas.is og 615 32 09).

Bestu óskir um gott og gefandi sumar.

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku.

Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar Elíasson, Hafdís Ósk Harðardóttir, Mateja Nikoletic, Siggerður Egla Hjaltadóttir og Sonja Shíí Kristjánsdóttir.

Úr grunnnámi fjallamennsku útskrifast; Áskell Þór Gíslason, Dusan Mercak, Eyvindur Þorsteinsson, Guðrún María Þorsteinsdóttir, Gunnar Örn Óskarsson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Karolina Magdalena Szymczyk, Karólína Ósk Erlingsdóttir, Maria Johanna van Dijk, Selma Sigurðardóttir Malmquist, Sigmar Breki Sigurðsson, Silja Þórunn Arnfinnsdóttir, Steinar Eiríkur Kristjánsson, Svenja Harms, Villimey Líf Friðriksdóttir og Weronika Rusek.

Bestum árangri á stúdentprófi að þessu sinn nær Anna Lára Grétarsdóttir. Hún fær 10 í meðaleinkunn og er þetta í annað skipti í sögu skólans sem nemandi nær þessum árangri.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

 

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í vetur, en krafa áfangans er að þau skipuleggi ferð þar sem er gengið á hájökli, í fjalllendi, í krefjandi landslagi rötunarlega séð og þar sem gist er í tjaldi. Áfanginn er sjö dagar og í ár ákváðu nemendur að byrja á að leggja af stað í þriggja daga ferð í Skaftafellsfjöll þar sem hópurinn gisti í tvær nætur í Kjós og gekk á Ragnarstind og Miðfellstind í jaðri Vatnajökuls. Frá tindunum fengum við útsýni yfir Vatnajökul, Öræfajökul og Skaftafellsfjöll. Við komum svo niður úr fjöllunum áður en það fór að rigna og hvessa og á rigningardegi tókum við einskonar hvíldardag og fórum á kayak á Heinabergslóni með Iceguide.

Næst skipulögðu nemendur annars vegar dagsferð á Vestari-Hnapp í Öræfajökli og hins vegar á Fláajökul frá Bólstaðafossi. Dagurinn á Hnappi gekk mjög vel og hópurinn náði toppnum. Auk þess náðu þau að hífa kennara upp úr sprungu sem ‘óvart’ datt þar ofan í. Hópurinn á Fláajökli skoðaði landslag jökulsins og setti upp ísklifur. Á síðasta degi áfangans var farið yfir hvernig á að setja upp kerfi til að tryggja sjúkling niður í börum í fjallabjörgun.

Við kennararnir í fjallamennskunáminu erum stolt að horfa á eftir þessum flotta hópi útskrifast og hlökkum til að sjá mörg þeirra aftur í haust þegar þau koma í framhaldsnámið.