Styttist í skólabyrjun

13.ágú.2024

Nú er heldur betur farið að styttast í það að skólastarf haustannarinnar hefjist.

Skólasetning verður þriðjudaginn 20. ágúst í fyrirlestrarsal Nýheima og hefst klukkan 10:30. Að skólasetningu lokinni munu nemendur eiga fund með sínum umsjónarkennurum í stofum á efri hæð skólans. Nánari upplýsingar um fundina verða veittar á skólasetningu.

Það er enn hægt að skrá sig í nám á haustönninni. Upplýsingar um námsframboð er að finna á vef skólans og þar er líka hægt að skrá sig. Best er að skrá sig sem fyrst.

Við hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku.

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...