Félagslíf nemenda

10.sep.2020

Nú er félagslífið í FAS komið á ágætt skrið. Fyrirkomulagið er svipað og undanfarin ár þar sem klúbbastarf er einkennandi. Það eru nemendur sem koma með hugmyndir og stofna klúbba og svo þarf hver klúbbur að uppfylla ákveðin skilyrði. Hver klúbbur hefur formann og klúbbaformenn ásamt forsetum og hagsmunafulltrúa mynda stjórn nemendafélagsins. Þessi hópur kemur að stefnumótun skólans í ákveðnum verkefnum. Forsetar nemendafélagins á þessu skólaári eru Daníel Snær Garðarsson og Aníta Aðalsteinsdóttir. Það er Guðrún Brynjólfsdóttir sem er hagsmunafulltrúi skólans hjá SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanemenda).

Eftirfarandi klúbbar eru starfræktir núna; sketsklúbbur, samfélagsmiðlaklúbbur, fótboltaklúbbur, tölvuklúbbur, spilaklúbbur, viðburðaklúbbur og málfundafélag. Fyrsti fundur var haldinn fyrir skemmstu og það er mikill hugur í fólki og vilji til að vinna gott félagsstarf við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu vegna COVID-19 þar sem fjarlægðatakmörk eru í gildi.

Það verður spennandi að fylgjast með starfi krakkanna í vetur.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...