Félagslíf nemenda

10.sep.2020

Nú er félagslífið í FAS komið á ágætt skrið. Fyrirkomulagið er svipað og undanfarin ár þar sem klúbbastarf er einkennandi. Það eru nemendur sem koma með hugmyndir og stofna klúbba og svo þarf hver klúbbur að uppfylla ákveðin skilyrði. Hver klúbbur hefur formann og klúbbaformenn ásamt forsetum og hagsmunafulltrúa mynda stjórn nemendafélagsins. Þessi hópur kemur að stefnumótun skólans í ákveðnum verkefnum. Forsetar nemendafélagins á þessu skólaári eru Daníel Snær Garðarsson og Aníta Aðalsteinsdóttir. Það er Guðrún Brynjólfsdóttir sem er hagsmunafulltrúi skólans hjá SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanemenda).

Eftirfarandi klúbbar eru starfræktir núna; sketsklúbbur, samfélagsmiðlaklúbbur, fótboltaklúbbur, tölvuklúbbur, spilaklúbbur, viðburðaklúbbur og málfundafélag. Fyrsti fundur var haldinn fyrir skemmstu og það er mikill hugur í fólki og vilji til að vinna gott félagsstarf við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu vegna COVID-19 þar sem fjarlægðatakmörk eru í gildi.

Það verður spennandi að fylgjast með starfi krakkanna í vetur.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...