Skólastarf hafið í FAS

20.ágú.2020

Skólastarf haustannarinnar hófst formlega í morgun með skólasetningu. Nú miðast allt skólastarf við að fylgja reglum varðandi COVID-19 og hafa verið gerðar ráðstafanir þar að lútandi í skólanum. Mikilvægast er að halda eins metra fjarlægðarmörkum og fylgja fyrirmælum um hreinlæti. Það er búið að hengja upp leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu víða um skólann og eru allir hvattir til að lesa þær.
Margir eldri nemendur sem á vorönninni upplifðu að skólastarf færðist allt yfir í fjarnám höfðu á orði hvað það væri gott að geta mætt aftur í skólann. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að fylgja sem best settum reglum svo skólastarf verði sem eðlilegast.
Kennsla hófst svo eftir hádegið svo nú má segja að allt sé komið á fulla ferð í skólanum.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...