Skólastarf hafið í FAS

20.ágú.2020

Skólastarf haustannarinnar hófst formlega í morgun með skólasetningu. Nú miðast allt skólastarf við að fylgja reglum varðandi COVID-19 og hafa verið gerðar ráðstafanir þar að lútandi í skólanum. Mikilvægast er að halda eins metra fjarlægðarmörkum og fylgja fyrirmælum um hreinlæti. Það er búið að hengja upp leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu víða um skólann og eru allir hvattir til að lesa þær.
Margir eldri nemendur sem á vorönninni upplifðu að skólastarf færðist allt yfir í fjarnám höfðu á orði hvað það væri gott að geta mætt aftur í skólann. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að fylgja sem best settum reglum svo skólastarf verði sem eðlilegast.
Kennsla hófst svo eftir hádegið svo nú má segja að allt sé komið á fulla ferð í skólanum.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...