Öflugt starf hjá nemendafélagi FAS

25.nóv.2019

Forsvarsmenn nemendafélgsins í FAS á kökubasar í Nettó í október.

Það má með sanni segja að nemendaráð FAS hafi staðið sig vel á þessari önn og hver viðburðurinn hefur rekið annan. Meðal þess sem hefur verið á dagskrá er nýnemaball, kökubasar, ipad námskeið fyrir eldri borgara og viðburðir hjá einstökum klúbbum.

Það er margt framundan þó að einungis sé tæpur mánuður eftir af önninni. Til stendur að halda jólaball þann 19. desember en til þess að sá viðburður verði að veruleika þarf að afla fjár til að fjármagna viðburðinn.

Nemendaráð stendur fyrir þriggja kvölda keppni í spilavist sem verður haldin í Ekru fimmtudagskvöldin 29. nóvember, 5. desember og 12. desember. Það kostar 1000 krónur inn en innifalið er kaffi og bakkelsi sem krakkar í nemendaráðinu sjá um að útbúa.

Á jólahátíð sem haldin verður í Nýheimum laugardaginn 30. nóvember lætur nemedafélagið sig að sjálfsögðu ekki vanta. Nýtorg fær á sig kaffihúsablæ þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur fyrir gesti og gangandi. Á sama tíma verður undirskriftasöfnun á vegum Amnesty og einnig verður boðið uppá jólaföndur fyrir yngri kynslóðina. Nemendafélagið hefur líka hrundið af stað sölu á lakkrís og hlaupi fyrir jólin. Krakkarnir vonast því til að sjá sem flesta í Nýheimum á næsta laugardag og eiga þar góða stund og um leið að styrkja þá til að ná takmarki sínu.

 

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...