Öflugt starf hjá nemendafélagi FAS

25.nóv.2019

Forsvarsmenn nemendafélgsins í FAS á kökubasar í Nettó í október.

Það má með sanni segja að nemendaráð FAS hafi staðið sig vel á þessari önn og hver viðburðurinn hefur rekið annan. Meðal þess sem hefur verið á dagskrá er nýnemaball, kökubasar, ipad námskeið fyrir eldri borgara og viðburðir hjá einstökum klúbbum.

Það er margt framundan þó að einungis sé tæpur mánuður eftir af önninni. Til stendur að halda jólaball þann 19. desember en til þess að sá viðburður verði að veruleika þarf að afla fjár til að fjármagna viðburðinn.

Nemendaráð stendur fyrir þriggja kvölda keppni í spilavist sem verður haldin í Ekru fimmtudagskvöldin 29. nóvember, 5. desember og 12. desember. Það kostar 1000 krónur inn en innifalið er kaffi og bakkelsi sem krakkar í nemendaráðinu sjá um að útbúa.

Á jólahátíð sem haldin verður í Nýheimum laugardaginn 30. nóvember lætur nemedafélagið sig að sjálfsögðu ekki vanta. Nýtorg fær á sig kaffihúsablæ þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur fyrir gesti og gangandi. Á sama tíma verður undirskriftasöfnun á vegum Amnesty og einnig verður boðið uppá jólaföndur fyrir yngri kynslóðina. Nemendafélagið hefur líka hrundið af stað sölu á lakkrís og hlaupi fyrir jólin. Krakkarnir vonast því til að sjá sem flesta í Nýheimum á næsta laugardag og eiga þar góða stund og um leið að styrkja þá til að ná takmarki sínu.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...