Fjallanemar í jöklaferð

04.nóv.2019

Dagana 21. til 23. október var farið í jöklaferð1. Við fengum mjög gott veður framan af og nýttum þann tíma mjög vel. Lagt var af stað frá FAS að snemma morguns og lá leið okkar í Öræfin, en aðstæður til jöklaferða á því svæði eru með besta móti.

Eftir stutt stopp í Freysnesi var farið á Falljökul. Fyrsti dagurinn fór í að læra á búnað sem þarf til jöklaferða og broddatækni, farið var yfir hvernig skal nota viðeigandi búnað í jöklaferðum sem og hvernig eigi að ganga um hann. Þegar á jökulinn var komið var farið yfir það hvernig gengið er á jökli í mismunandi aðstæðum, svo sem á flatlendi, í halla eða öðrum aðstæðum þar sem þarf að beita mismunandi tækni til að geta ferðast af öryggi í mikilfenglegu landslagi jökulsins. Ásamt því var reynt að lesa í landslag jökulsins og farið yfir leiðaval og hvað þurfi að hafa í huga við ferðalög á jökli.

Á degi tvö hófst dagurinn í Svínafelli þar sem farið var yfir helstu hnúta og mismunandi aðferðir við að gera svokölluð ankeri í ísinn. Um hádegi var svo farið aftur á Falljökul þar sem nemendur settu mismunandi ankeri í ís. Það er mikilvægt að allir kunni réttu handbrögðin og því æfðu nemendur sig einn og einn við að setja upp ankeri. Því næst var farið yfir ísklifur og þann búnað sem þarf til að stunda það og að lokum klifrað smá.

Á þriðja degi var svo arfavitlaust veður og eyddum við því deginum inni í algjöru gluggaveðri ef svo má að orði komast en mjög hvasst var í Öræfunum og var því ekki hægt að fara á jökulinn. Þó við værum innandyra var af nægu efni að taka. Farið var yfir helstu hnúta og sprungubjörgun á ís. Þrátt fyrir hvassviðrið gátum við sett upp ankeri í stofunni og æft okkur í öruggum aðstæðum, sem var mjög skemmtilegt. Það var svo ákveðið að fara heim degi fyrr vegna veðurs og aðstæðna til ferðalaga, en veðurgluggi opnaðist til ferðalaga milli 16 – 18. Við drifum okkur því í snatri á Höfn rétt áður en veginum var lokað og má segja að það hafi verið lokað á hælana á okkur.

Kennari námskeiðisins var Sólveig Sveinbjörnsdóttir. Farið verður í jöklaferð 2 í næstu viku og hlökkum við til að deila meira með ykkur, endilega fylgist með okkur á Instagram undir @fjallamennskunamfas.

[modula id=“9795″]

 

Aðrar fréttir

Fjarkennsla á morgun vegna veðurs

Fjarkennsla á morgun vegna veðurs

Eftir hádegi í dag voru viðvaranir vegna vonskuveðurs sem nú gengur yfir færðar upp á rautt stig fyrir stóran hluta landsins. Samkvæmt veðurspám verða rauðar og appelsínugular viðvaranir í gildi fyrir okkar svæði á morgun. Því er búið er að ákveða að kennsla á morgun,...

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...